Íslenski boltinn

Ó­sáttur Kári: Dómararnir eyði­lögðu leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Finnur Orri Margeirsson og Kári Árnason í baráttunni fyrr á leiktíðinni.
Finnur Orri Margeirsson og Kári Árnason í baráttunni fyrr á leiktíðinni. vísir/haraldur

Kári Árnason, varnarmaður Víkings, er harðorður í samtali við Fótbolti.net um rauðu spjöldin sem bikarmeistararnir fengu í meistaraslagnum gegn KR um helgina.

Allir þrír miðverðir Víkinga; Kári sjálfur, Halldór Smári Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen fengu allir rautt spjald í leiknum við litla hrifningu Víkinga.

„Þetta dómaratríó sem dæmir þennan leik tekur þetta í sínar hendur. Þeir eyðileggja þennan leik. Allt í lagi, það gerist, en þeir eru að setja næsta leik í hættu. Við eigum ekki endalaust af hafsentum og hann setur þrjá reyndustu leikmenn liðsins í bann," sagði Kári við Fótbolta.net en viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Klippa: Íslands og bikarmeistarar síðasta tímabils áttust við á Meistaravöllum í dag

„Ég er ekki vanur því að fylgjast mikið með fótboltaumræðu almennt því að hún er oft ekki á réttu plani. Maður veit oftast sjálfur betur um það sem er verið að tala um án þess að vera hrokafullur. Þegar maður er búinn að spila ákveðið marga leiki þá veit maður út á hvað málið gengur."

Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar, var fenginn í viðtal í gær þar sem hann sagði að öll þrjú spjöld Víkinga hefðu verið réttlætanleg.

„Umræðan er ekki á nógu háu plani. Kiddi Jak er fenginn í viðtal, fyrrum formaður dómaranefndar, og þeir standa saman í þessu bulli. Eftir að Kristján Flóki viðurkennir að hann fari auðveldlega niður þá er hann samt að réttlæta rautt spjald. Hvaða skilaboð er hann að senda með þessu? Er hann að hvetja menn til að láta sig detta?" sagði Kári.


Tengdar fréttir

Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld

Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×