Íslenski boltinn

„Á hann ekki bara fara að keppa í Víða­vangs­hlaupinu?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir hlupu lengst á laugardaginn.
Þessir hlupu lengst á laugardaginn. vísir/s2s

Það var mikill hiti í leik Íslandsmeistara KR og bikarmeistara Víkings á laugardagskvöldið en alls fóru þrjú rauð spjöld á loft, öll á miðverði Víkinga.

Í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi voru birtar hlaupatölurnar úr leiknum og enginn hljóp meira í leiknum en miðjumaður Víkinga, Ágúst Eðvald Hlynsson, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er á toppnum.

Þegar birtar voru tölurnar úr fyrstu umferðinni, úr leik Víkings og KA, var Ágúst Eðvald einnig á toppi listans en hann var einnig með næst flesta sprettina.

Á hann ekki bara fara keppa í Víðavangshlaupinu? sagðir Reynir Léosson og glotti við tönn er tölurnar voru birtar í Pepsi Max-stúkunni í gær og fram kom að Ágúst væri efstur.

Pablo Punyed var efstur KR-inga með 11,88 kílómetra en Ágúst Eðvald hljóp 13,18 kílómetra. Enginn tók fleiri spretti en Erlingur Agnarsson en hann tók 43 spretti.

Pablo Punyed sprettaði einnig lengst í leiknum eða 197 metra. Títt nefndur Ágúst kom næstur með 1456 metra en Kristján Flóki Finnbogason var hraðastur á vellinum. Hann mældist á rúmlega 33 kílómetra hraða á klukkustund.

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Hlaupatölur úr leik KR og Víkings

Tengdar fréttir

Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld

Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.