Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2020 19:54 Arnar Gunnlaugsson var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Víkings. vísir/daníel „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Maður hefur verið svo lengi í þessu og ég hélt ég væri búinn að sjá allt en greinilega ekki. Þetta var mjög eftirminnilegur leikur á margan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir KR, 2-0, í kvöld. Allir miðverðir Víkings sem byrjuðu leikinn, Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson, fengu rauða spjaldið og Víkingar voru því átta inni á vellinum undir lokin. Arnar var ekki sáttur með rauðu spjöldin. „Hvað á ég að segja? Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld,“ sagði Arnar en rauðu spjöldin má sjá hér fyrir neðan. „Fyrsta rauða spjaldið var ódýrt. Kristján Flóki [Finnbogason] tosaði í Kára. Spjaldið á Sölva var djók. Honum var greinilega hrint. Halli fór í 50-50 tæklingu. Hann var á mikilli ferð en þetta er ljúfasti maður í heimi og fór ekki í tæklinguna til að meiða hann. Þetta eru atvik sem þarf að vega og meta hverju sinni.“ Arnar var ekki sáttur með frammistöðu Helga Mikaels Jónassonar, dómara leiksins, og það einskorðaðist ekki bara við rauðu spjöldin. „Það voru fullt af öðrum vafaatriðum, eins og vítið sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Þetta var eins augljóst víti og þau geta verið,“ sagði Arnar. „Ellefu á móti ellefu var þetta flottur leikur hjá okkur og við áttum að vera búnir að skora 2-3 mörk áður en rauðu spjöldin fóru á loft.“ Arnar kvaðst ekki vera fúll út í þremenningana sem fengu rauðu spjöldin en þeir eru jafnframt reyndustu leikmenn Víkings. „Ég er alls ekki svekktur út í þá. Þetta eru svo miklir meistarar sem hafa gefið okkur svo mikið,“ sagði Arnar sem verður án þeirra Kára, Sölva og Halldórs Smára í leiknum gegn Val á miðvikudaginn. „Ég held ég sé enn skráður í Fram þannig ég get því miður ekki spilað,“ sagði Arnar léttur. „En við finnum einhverja. Við erum með unga og ferska stráka og það verður ekkert vandamál.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Leik lokið: KR - Víkingur 2-0 | Tvö mörk og þrjú rauð spjöld á loft í meistaraslagnum KR-ingar unnu 2-0 sigur á Víkingi í slag meistaranna. Víkingar fengu þrjú rauð spjöd. 4. júlí 2020 18:52 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Maður hefur verið svo lengi í þessu og ég hélt ég væri búinn að sjá allt en greinilega ekki. Þetta var mjög eftirminnilegur leikur á margan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir KR, 2-0, í kvöld. Allir miðverðir Víkings sem byrjuðu leikinn, Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson, fengu rauða spjaldið og Víkingar voru því átta inni á vellinum undir lokin. Arnar var ekki sáttur með rauðu spjöldin. „Hvað á ég að segja? Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld,“ sagði Arnar en rauðu spjöldin má sjá hér fyrir neðan. „Fyrsta rauða spjaldið var ódýrt. Kristján Flóki [Finnbogason] tosaði í Kára. Spjaldið á Sölva var djók. Honum var greinilega hrint. Halli fór í 50-50 tæklingu. Hann var á mikilli ferð en þetta er ljúfasti maður í heimi og fór ekki í tæklinguna til að meiða hann. Þetta eru atvik sem þarf að vega og meta hverju sinni.“ Arnar var ekki sáttur með frammistöðu Helga Mikaels Jónassonar, dómara leiksins, og það einskorðaðist ekki bara við rauðu spjöldin. „Það voru fullt af öðrum vafaatriðum, eins og vítið sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Þetta var eins augljóst víti og þau geta verið,“ sagði Arnar. „Ellefu á móti ellefu var þetta flottur leikur hjá okkur og við áttum að vera búnir að skora 2-3 mörk áður en rauðu spjöldin fóru á loft.“ Arnar kvaðst ekki vera fúll út í þremenningana sem fengu rauðu spjöldin en þeir eru jafnframt reyndustu leikmenn Víkings. „Ég er alls ekki svekktur út í þá. Þetta eru svo miklir meistarar sem hafa gefið okkur svo mikið,“ sagði Arnar sem verður án þeirra Kára, Sölva og Halldórs Smára í leiknum gegn Val á miðvikudaginn. „Ég held ég sé enn skráður í Fram þannig ég get því miður ekki spilað,“ sagði Arnar léttur. „En við finnum einhverja. Við erum með unga og ferska stráka og það verður ekkert vandamál.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Leik lokið: KR - Víkingur 2-0 | Tvö mörk og þrjú rauð spjöld á loft í meistaraslagnum KR-ingar unnu 2-0 sigur á Víkingi í slag meistaranna. Víkingar fengu þrjú rauð spjöd. 4. júlí 2020 18:52 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23
Leik lokið: KR - Víkingur 2-0 | Tvö mörk og þrjú rauð spjöld á loft í meistaraslagnum KR-ingar unnu 2-0 sigur á Víkingi í slag meistaranna. Víkingar fengu þrjú rauð spjöd. 4. júlí 2020 18:52