Veður

Allt að 18 stiga hita að vænta í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurhorfur á landinu á hádegi í dag.
Veðurhorfur á landinu á hádegi í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Í dag verður norðlæg átt á landinu, um 5 til 10 metrar á sekúndu, en 10 til 18 austantil. Þó kemur til með að lægja með morgninum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Skýjað verður að mestu norðan- og austanlands og rigning með köflum, en annars bjartviðri víðast hvar annars staðar. Fremur hæg breytileg átt eftir hádegi, skýjað og dálítil væta um austanvert landið. Léttskýjað verður vestantil.

Hiti á landinu verður á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands en svalara norðaustantil.

Veðurhorfur næstu daga, samkvæmt veðurstofu Íslands:

Á þriðjudag og miðvikudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og líkur dálitlum síðdegisskúrum, einkum sunnantil. Hiti 10 til 17 stig.

Á fimmtudag: Norðvestan 5-13 m/s, hvassast við norðausturströndina. Skýjað að mestu og rigning norðaustanlands, en bjart með köflum um sunnanvert landið. Kólnar norðaustantil.

Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir vestanátt. Skýjað með dálítilli vætu um landið vestanvert og kólnar heldur þar, annars bjart með köflum og milt í veðri.

Á sunnudag: Líkur á fremur hægri suðvestanátt. Skýjað að mestu og dálítil væta um vestanvert landið. Hiti breytist lítið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.