Hannes Þór: „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2020 08:30 Hannes Þór í viðtali eftir leik. Mynd/Stöð 2 Sport Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í viðtali við Vísi eftir 4-1 tap Vals gegn ÍA að Hlíðarenda í gærkvöld. Eftir leikinn eru bæði Valur og ÍA með sex stig þegar liðin hafa leikið fjóra leiki hvort. „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum sem Skaginn skorar. Að vera 3-0 undir í hálfleik er auðvitað stórslys og á ekki að gerast. Mér fannst þetta stórfurðulegur fyrri hálfleikur – ég veit ekki hvort ég sé eitthvað ruglaður – en mér fannst við að mörgu leyti spila þann hálfleik fínt. Fengum haug af færum en þeir refsa okkur í hvert einasta skipti sem við klikkum og þá er þetta auðvitað mjög þungt,“ voru fyrstu viðbrögð Hannesar Þórs að leik loknum í gær. „Við höfðum trú á að við gætum komið til baka, við fengum það mikið af sénsum í fyrri hálfleik að ef við náum inn marki þá gætum við komið til baka og unnið leikinn. Við náðum að skora eitt og vorum að pressa á þá en þeir lögðust djúpt og gerðu það mjög vel. Svo þegar liðið hefði þurft vörslu frá mér þá kom hún ekki, þeir klára þetta 4-1 og við sitjum eftir með hræðileg úrslit,“ sagði markvörðurinn einnig en Steinar Þorsteinsson skoraði fjórða mark ÍA þar sem Hannes hefði átt að gera betur. Fyrir leikinn hafði Valur unnið tvö deildarleiki í röð með markatölunni 7-0. „Maður hefur lent í ýmsu í þessu en þetta var með því skrýtnara. Við hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik en gerðum það ekki. Þeir skoruðu þrjú, en þeir voru mjög skilvirkir fram á við. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir gera. Stundum er þetta svona í fótbolta, það lekur allt inn hjá þér og það gengur ekkert upp hinum megin. Þetta var einn af þeim dögum og auðvitað er það bakslag en við ætluðum að halda áfram því góða skriði sem við höfum verið á.“ „Nei, mér fannst menn mjög tilbúnir í leikinn og mér fannst við í rauninni sýna það. Auðvitað fá þeir þetta mark þarna eftir þrjár mínútur en mér fannst smá heppnisstimpill yfir því og við vorum með tökin framan af. Svo setja þeir 2-0 og þá var þetta erfitt. Mér fannst við koma rétt gíraðir inn í leikinn og leið ekki eins og við hefðum farið fram úr okkur en svo töpum við 4-1 svo kannski er það ein af skýringunum, ég veit það ekki,“ sagði Hannes aðspurður hvort leikmenn Vals hefðu nokkuð verið farnir að svífa um á bleiku skýi eftir tvo sigurleiki í röð. „Það er ekkert annað í þessu, þetta getur verið leiðinlegt þetta sport og nú verðum við súrir í 1-2 daga en svo rífum við okkur upp. Það er ekkert annað að gera en að svara fyrir þetta í næsta leik, þannig virkar þetta bara,“ sagði Hannes að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20 Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í viðtali við Vísi eftir 4-1 tap Vals gegn ÍA að Hlíðarenda í gærkvöld. Eftir leikinn eru bæði Valur og ÍA með sex stig þegar liðin hafa leikið fjóra leiki hvort. „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum sem Skaginn skorar. Að vera 3-0 undir í hálfleik er auðvitað stórslys og á ekki að gerast. Mér fannst þetta stórfurðulegur fyrri hálfleikur – ég veit ekki hvort ég sé eitthvað ruglaður – en mér fannst við að mörgu leyti spila þann hálfleik fínt. Fengum haug af færum en þeir refsa okkur í hvert einasta skipti sem við klikkum og þá er þetta auðvitað mjög þungt,“ voru fyrstu viðbrögð Hannesar Þórs að leik loknum í gær. „Við höfðum trú á að við gætum komið til baka, við fengum það mikið af sénsum í fyrri hálfleik að ef við náum inn marki þá gætum við komið til baka og unnið leikinn. Við náðum að skora eitt og vorum að pressa á þá en þeir lögðust djúpt og gerðu það mjög vel. Svo þegar liðið hefði þurft vörslu frá mér þá kom hún ekki, þeir klára þetta 4-1 og við sitjum eftir með hræðileg úrslit,“ sagði markvörðurinn einnig en Steinar Þorsteinsson skoraði fjórða mark ÍA þar sem Hannes hefði átt að gera betur. Fyrir leikinn hafði Valur unnið tvö deildarleiki í röð með markatölunni 7-0. „Maður hefur lent í ýmsu í þessu en þetta var með því skrýtnara. Við hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik en gerðum það ekki. Þeir skoruðu þrjú, en þeir voru mjög skilvirkir fram á við. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir gera. Stundum er þetta svona í fótbolta, það lekur allt inn hjá þér og það gengur ekkert upp hinum megin. Þetta var einn af þeim dögum og auðvitað er það bakslag en við ætluðum að halda áfram því góða skriði sem við höfum verið á.“ „Nei, mér fannst menn mjög tilbúnir í leikinn og mér fannst við í rauninni sýna það. Auðvitað fá þeir þetta mark þarna eftir þrjár mínútur en mér fannst smá heppnisstimpill yfir því og við vorum með tökin framan af. Svo setja þeir 2-0 og þá var þetta erfitt. Mér fannst við koma rétt gíraðir inn í leikinn og leið ekki eins og við hefðum farið fram úr okkur en svo töpum við 4-1 svo kannski er það ein af skýringunum, ég veit það ekki,“ sagði Hannes aðspurður hvort leikmenn Vals hefðu nokkuð verið farnir að svífa um á bleiku skýi eftir tvo sigurleiki í röð. „Það er ekkert annað í þessu, þetta getur verið leiðinlegt þetta sport og nú verðum við súrir í 1-2 daga en svo rífum við okkur upp. Það er ekkert annað að gera en að svara fyrir þetta í næsta leik, þannig virkar þetta bara,“ sagði Hannes að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20 Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20
Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann