Hannes Þór: „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2020 08:30 Hannes Þór í viðtali eftir leik. Mynd/Stöð 2 Sport Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í viðtali við Vísi eftir 4-1 tap Vals gegn ÍA að Hlíðarenda í gærkvöld. Eftir leikinn eru bæði Valur og ÍA með sex stig þegar liðin hafa leikið fjóra leiki hvort. „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum sem Skaginn skorar. Að vera 3-0 undir í hálfleik er auðvitað stórslys og á ekki að gerast. Mér fannst þetta stórfurðulegur fyrri hálfleikur – ég veit ekki hvort ég sé eitthvað ruglaður – en mér fannst við að mörgu leyti spila þann hálfleik fínt. Fengum haug af færum en þeir refsa okkur í hvert einasta skipti sem við klikkum og þá er þetta auðvitað mjög þungt,“ voru fyrstu viðbrögð Hannesar Þórs að leik loknum í gær. „Við höfðum trú á að við gætum komið til baka, við fengum það mikið af sénsum í fyrri hálfleik að ef við náum inn marki þá gætum við komið til baka og unnið leikinn. Við náðum að skora eitt og vorum að pressa á þá en þeir lögðust djúpt og gerðu það mjög vel. Svo þegar liðið hefði þurft vörslu frá mér þá kom hún ekki, þeir klára þetta 4-1 og við sitjum eftir með hræðileg úrslit,“ sagði markvörðurinn einnig en Steinar Þorsteinsson skoraði fjórða mark ÍA þar sem Hannes hefði átt að gera betur. Fyrir leikinn hafði Valur unnið tvö deildarleiki í röð með markatölunni 7-0. „Maður hefur lent í ýmsu í þessu en þetta var með því skrýtnara. Við hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik en gerðum það ekki. Þeir skoruðu þrjú, en þeir voru mjög skilvirkir fram á við. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir gera. Stundum er þetta svona í fótbolta, það lekur allt inn hjá þér og það gengur ekkert upp hinum megin. Þetta var einn af þeim dögum og auðvitað er það bakslag en við ætluðum að halda áfram því góða skriði sem við höfum verið á.“ „Nei, mér fannst menn mjög tilbúnir í leikinn og mér fannst við í rauninni sýna það. Auðvitað fá þeir þetta mark þarna eftir þrjár mínútur en mér fannst smá heppnisstimpill yfir því og við vorum með tökin framan af. Svo setja þeir 2-0 og þá var þetta erfitt. Mér fannst við koma rétt gíraðir inn í leikinn og leið ekki eins og við hefðum farið fram úr okkur en svo töpum við 4-1 svo kannski er það ein af skýringunum, ég veit það ekki,“ sagði Hannes aðspurður hvort leikmenn Vals hefðu nokkuð verið farnir að svífa um á bleiku skýi eftir tvo sigurleiki í röð. „Það er ekkert annað í þessu, þetta getur verið leiðinlegt þetta sport og nú verðum við súrir í 1-2 daga en svo rífum við okkur upp. Það er ekkert annað að gera en að svara fyrir þetta í næsta leik, þannig virkar þetta bara,“ sagði Hannes að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20 Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í viðtali við Vísi eftir 4-1 tap Vals gegn ÍA að Hlíðarenda í gærkvöld. Eftir leikinn eru bæði Valur og ÍA með sex stig þegar liðin hafa leikið fjóra leiki hvort. „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum sem Skaginn skorar. Að vera 3-0 undir í hálfleik er auðvitað stórslys og á ekki að gerast. Mér fannst þetta stórfurðulegur fyrri hálfleikur – ég veit ekki hvort ég sé eitthvað ruglaður – en mér fannst við að mörgu leyti spila þann hálfleik fínt. Fengum haug af færum en þeir refsa okkur í hvert einasta skipti sem við klikkum og þá er þetta auðvitað mjög þungt,“ voru fyrstu viðbrögð Hannesar Þórs að leik loknum í gær. „Við höfðum trú á að við gætum komið til baka, við fengum það mikið af sénsum í fyrri hálfleik að ef við náum inn marki þá gætum við komið til baka og unnið leikinn. Við náðum að skora eitt og vorum að pressa á þá en þeir lögðust djúpt og gerðu það mjög vel. Svo þegar liðið hefði þurft vörslu frá mér þá kom hún ekki, þeir klára þetta 4-1 og við sitjum eftir með hræðileg úrslit,“ sagði markvörðurinn einnig en Steinar Þorsteinsson skoraði fjórða mark ÍA þar sem Hannes hefði átt að gera betur. Fyrir leikinn hafði Valur unnið tvö deildarleiki í röð með markatölunni 7-0. „Maður hefur lent í ýmsu í þessu en þetta var með því skrýtnara. Við hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik en gerðum það ekki. Þeir skoruðu þrjú, en þeir voru mjög skilvirkir fram á við. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir gera. Stundum er þetta svona í fótbolta, það lekur allt inn hjá þér og það gengur ekkert upp hinum megin. Þetta var einn af þeim dögum og auðvitað er það bakslag en við ætluðum að halda áfram því góða skriði sem við höfum verið á.“ „Nei, mér fannst menn mjög tilbúnir í leikinn og mér fannst við í rauninni sýna það. Auðvitað fá þeir þetta mark þarna eftir þrjár mínútur en mér fannst smá heppnisstimpill yfir því og við vorum með tökin framan af. Svo setja þeir 2-0 og þá var þetta erfitt. Mér fannst við koma rétt gíraðir inn í leikinn og leið ekki eins og við hefðum farið fram úr okkur en svo töpum við 4-1 svo kannski er það ein af skýringunum, ég veit það ekki,“ sagði Hannes aðspurður hvort leikmenn Vals hefðu nokkuð verið farnir að svífa um á bleiku skýi eftir tvo sigurleiki í röð. „Það er ekkert annað í þessu, þetta getur verið leiðinlegt þetta sport og nú verðum við súrir í 1-2 daga en svo rífum við okkur upp. Það er ekkert annað að gera en að svara fyrir þetta í næsta leik, þannig virkar þetta bara,“ sagði Hannes að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20 Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20
Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55