Íslenski boltinn

Grótta sendir fram­herjann í sótt­kví: „Held að Víðir verði alla­vega á­nægður með okkur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kieran McGrath er mættur í Gróttu en fer fyrst um sinn í sóttkví.
Kieran McGrath er mættur í Gróttu en fer fyrst um sinn í sóttkví. mynd/grótta

Grótta hefur tekið þá ákvörðun að framherjinn Kieran McGrath, sem gekk í raðir liðsins á dögunum, fari í sóttkví og muni ekki spila með liðinu í næstu leikjum.

Í samtali við Fótbolti.net sagði Ágúst Gylfason, þjálfari liðsins, að félagið vildi ekki taka neina áhættu eftir að smit greindist í leikmannahópum Breiðabliks og Stjörnunnar í síðasta mánuði.

„Við ætlum að fara ákveðna leið vegna aðstæðna. Hann fer í skimun og svo í ákveðna sóttkví í nokkra daga. Hann fer svo aftur í skimun á þriðjudaginn. Hann kemur ekkert inn í hópinn fyrr en á fimmtudaginn,“ sagði Ágúst sem segir að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, verði líklega ánægður.

„Það eru að koma erlendir leikmenn hingað til lands og við viljum passa algjörlega upp á það að við séum ekki að taka inn mann og svo komi í ljós eitthvað vesen. Við erum ábyrgir í þessum hlutum. Stjórnin er að gera þetta ótrúlega vel og ég held að Víðir verði allavega ánægður með okkur.“

„Auðvitað vill maður að nýr leikmaður spili helst á morgun og það hefði að sjálfsögðu gerst í venjulegum aðstæðum. En við ætlum að bíða í viku áður en hann kemur inn í hópinn,“ sagði Ágúst.


Tengdar fréttir

Leikmönnum efstu deilda boðið að koma í skimun

Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Íslandsmótið í knattspyrnu en á síðustu dögum hafa þrír íslenskir knattspyrnumenn greinst með veiruna, tveir leikmenn í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður úr Pepsi-Max deild karla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.