Íslenski boltinn

Íslandsmót karla einnig í hættu? Smit hjá Stjörnunni

Ísak Hallmundarson skrifar
Ljóst er að þetta mun hafa áhrif á Pepsi Max deild karla í fótbolta.
Ljóst er að þetta mun hafa áhrif á Pepsi Max deild karla í fótbolta. Vísir/Vilhelm

Leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu er smitaður af Kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni rétt í þessu.

Yfirlýsing Stjörnunnar í heild: 

Nú í kvöld bárust fregnir af því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu er smitaður af Covid-19. Sökum þess hefur verið ákveðið að allar æfingar sem fara áttu fram á svæði Knattspyrnudeildar Stjörnunnar á morgun falla niður þar sem starfsmenn félagsins munu sótthreinsa félagsaðstöðuna. Umf Stjarnan mun vinna náið með Almannavörnum og KSÍ á næstu klukkutímum og kappkosta við það að koma frekari upplýsingum á framfæri þegar þær liggja fyrir.“

Ljóst er að þetta mun hafa áhrif á Pepsi Max deild karla í fótbolta, en áður hafði komið í ljós smit í Pepsi Max deild kvenna og hefur fimm leikjum verið frestað í þeirri keppni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.