Íslenski boltinn

Íslandsmót karla einnig í hættu? Smit hjá Stjörnunni

Ísak Hallmundarson skrifar
Ljóst er að þetta mun hafa áhrif á Pepsi Max deild karla í fótbolta.
Ljóst er að þetta mun hafa áhrif á Pepsi Max deild karla í fótbolta. Vísir/Vilhelm

Leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu er smitaður af Kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni rétt í þessu.

Yfirlýsing Stjörnunnar í heild: 

Nú í kvöld bárust fregnir af því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu er smitaður af Covid-19. Sökum þess hefur verið ákveðið að allar æfingar sem fara áttu fram á svæði Knattspyrnudeildar Stjörnunnar á morgun falla niður þar sem starfsmenn félagsins munu sótthreinsa félagsaðstöðuna. Umf Stjarnan mun vinna náið með Almannavörnum og KSÍ á næstu klukkutímum og kappkosta við það að koma frekari upplýsingum á framfæri þegar þær liggja fyrir.“

Ljóst er að þetta mun hafa áhrif á Pepsi Max deild karla í fótbolta, en áður hafði komið í ljós smit í Pepsi Max deild kvenna og hefur fimm leikjum verið frestað í þeirri keppni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.