Harðlínumaður settur yfir öryggismál í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 11:04 Mótmælandi handtekinn í Hong Kong á miðvikudag þegar þess var minnst að 23 voru liðin frá því að Bretar skiluðu borgríkinu í hendur Kína. Samkomulag ríkjanna kvað á um að Hong Kong-búar nytu borgararéttinda í að minnsta kosti 50 ár eftir skiptin. Gagnrýnendur öryggislaganna segja þau hafa það samkomulag að engu. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. Nýju stofnunni er ætlað að framfylgja öryggislögunum sem voru samþykkt fyrir Hong Kong í vikunni. Hún verður óháð öðrum stofnunum og sætir ekki neinum lagalegum takmörkunum. Með lögunum er nú saknæmt að grafa undan og gagnrýna kínversk stjórnvöld að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Gagnrýnendur laganna segja þau svipta íbúa Hong Kong frelsi sem þeim var lofað þegar Bretar afhentu Kínverjum borgríkið árið 1997. Zheng Yanxiong hefur verið skipaður yfirmaður stofnunarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé best þekktur fyrir að kveða niður mótmæli í þorpinu Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína fyrir tæpum áratug. Mótmælin í Wukan snerust um eignarnám ríkisins á jörðin þorpsbúa. Þeir sökuðu embættismenn um að spillingu og að stela jörðum þeirra í samkurli við verktaka. Hröktu þorpsbúar embættismenn þaðan. Í kjölfarið tryggðu þeir sé lýðræðislegar umbætur fyrir svæðið Þegar mótmælin blossuðu upp aftur fimm árum síðar vegna vanefnda stjórnvalda sendi Zheng, sem var háttsettur leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong, hundruð óeirðarlögreglumanna til að leggja þorpið undir sig. Fjöldi manns var handtekinn. Tíu mótmælendur í Hong Kong hafa þegar verið ákærðir á grundvelli nýju laganna og hundruð hafa verið handtekin í átökum lögreglu og mótmælenda. Nokkrir leiðtogar lýðræðissinna hafa hörfað og að minnsta kosti einn flúið land. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er ökumaður bifhjóls sem ók inn í hóp lögreglumanna sem fána sem á var letrað slagorð um sjálfstæði Hong Kong. Hann er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og hryðjuverka. Vestræn ríki hafa gagnrýnt nýju lögin og Bretar hafa boðið Hong Kong-búum landvistarleyfi eftir samþykkt þeirra. Stjórnvöld í Beijing vísa allri gagnrýni á bug og segja lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli fyrir lýðræði eins og þau sem geisuðu í borgríkinu um margra mánaða skeið í fyrra. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. Nýju stofnunni er ætlað að framfylgja öryggislögunum sem voru samþykkt fyrir Hong Kong í vikunni. Hún verður óháð öðrum stofnunum og sætir ekki neinum lagalegum takmörkunum. Með lögunum er nú saknæmt að grafa undan og gagnrýna kínversk stjórnvöld að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Gagnrýnendur laganna segja þau svipta íbúa Hong Kong frelsi sem þeim var lofað þegar Bretar afhentu Kínverjum borgríkið árið 1997. Zheng Yanxiong hefur verið skipaður yfirmaður stofnunarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé best þekktur fyrir að kveða niður mótmæli í þorpinu Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína fyrir tæpum áratug. Mótmælin í Wukan snerust um eignarnám ríkisins á jörðin þorpsbúa. Þeir sökuðu embættismenn um að spillingu og að stela jörðum þeirra í samkurli við verktaka. Hröktu þorpsbúar embættismenn þaðan. Í kjölfarið tryggðu þeir sé lýðræðislegar umbætur fyrir svæðið Þegar mótmælin blossuðu upp aftur fimm árum síðar vegna vanefnda stjórnvalda sendi Zheng, sem var háttsettur leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong, hundruð óeirðarlögreglumanna til að leggja þorpið undir sig. Fjöldi manns var handtekinn. Tíu mótmælendur í Hong Kong hafa þegar verið ákærðir á grundvelli nýju laganna og hundruð hafa verið handtekin í átökum lögreglu og mótmælenda. Nokkrir leiðtogar lýðræðissinna hafa hörfað og að minnsta kosti einn flúið land. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er ökumaður bifhjóls sem ók inn í hóp lögreglumanna sem fána sem á var letrað slagorð um sjálfstæði Hong Kong. Hann er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og hryðjuverka. Vestræn ríki hafa gagnrýnt nýju lögin og Bretar hafa boðið Hong Kong-búum landvistarleyfi eftir samþykkt þeirra. Stjórnvöld í Beijing vísa allri gagnrýni á bug og segja lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli fyrir lýðræði eins og þau sem geisuðu í borgríkinu um margra mánaða skeið í fyrra.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00
Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00