Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2020 19:00 Lögregla fjarlægir vegatálma sem mótmælendur höfðu reist í Hong Kong. AP/Vincent Yu Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Löggjöfin snýst um að tryggja yfirráð Kínverja á þessu sjálfsstjórnarsvæði. Gagnrýnendum þykir löggjöfin brot á samkomulagi sem gert var þegar Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 um að íbúar svæðisins ættu að hafa sjálfsstjórn næstu fimmtíu árin. Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti í nótt að refsa bönkum sem eiga í viðskiptum við kínverska embættismenn vegna málsins en öldungadeildin á eftir að taka málið fyrir. Bretar ætla að bjóða milljónum dvalarleyfi og loks ríkisborgararétt. Áströlsk stjórnvöld íhuga að taka einnig á móti íbúum Hong Kong. „Við erum að íhuga málið alvarlega, en ég lagði þetta til fyrir nokkrum vikum. Það er verið að leggja lokahönd á málið og það verður senn lagt í dóm ríkisstjórnarinnar,“ sagði Scott Morrison, ástralski forsætisráðherrann. Kínverjar eru ósáttir við þessi afskipti og segja um innanríkismál að ræða. Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, sagði stjórnvöld til að mynda afar ósátt við samþykkt bandaríska þingsins. Chris Patten var ríkisstjóri Hong Kong áður en Kínverjar tóku yfir og líkir nýju lögunum við hina frægu bók Orwells, 1984. „Þessi lög heimila Kínverjum að skilgreina hugtök á borð við uppreisn, uppreisnaráróður og samráð við erlenda óvini eftir geðþótta og gera þeim kleyft að rétta yfir fólki á meginlandinu,“ sagði Patten. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Löggjöfin snýst um að tryggja yfirráð Kínverja á þessu sjálfsstjórnarsvæði. Gagnrýnendum þykir löggjöfin brot á samkomulagi sem gert var þegar Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 um að íbúar svæðisins ættu að hafa sjálfsstjórn næstu fimmtíu árin. Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti í nótt að refsa bönkum sem eiga í viðskiptum við kínverska embættismenn vegna málsins en öldungadeildin á eftir að taka málið fyrir. Bretar ætla að bjóða milljónum dvalarleyfi og loks ríkisborgararétt. Áströlsk stjórnvöld íhuga að taka einnig á móti íbúum Hong Kong. „Við erum að íhuga málið alvarlega, en ég lagði þetta til fyrir nokkrum vikum. Það er verið að leggja lokahönd á málið og það verður senn lagt í dóm ríkisstjórnarinnar,“ sagði Scott Morrison, ástralski forsætisráðherrann. Kínverjar eru ósáttir við þessi afskipti og segja um innanríkismál að ræða. Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, sagði stjórnvöld til að mynda afar ósátt við samþykkt bandaríska þingsins. Chris Patten var ríkisstjóri Hong Kong áður en Kínverjar tóku yfir og líkir nýju lögunum við hina frægu bók Orwells, 1984. „Þessi lög heimila Kínverjum að skilgreina hugtök á borð við uppreisn, uppreisnaráróður og samráð við erlenda óvini eftir geðþótta og gera þeim kleyft að rétta yfir fólki á meginlandinu,“ sagði Patten.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05