Harðlínumaður settur yfir öryggismál í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 11:04 Mótmælandi handtekinn í Hong Kong á miðvikudag þegar þess var minnst að 23 voru liðin frá því að Bretar skiluðu borgríkinu í hendur Kína. Samkomulag ríkjanna kvað á um að Hong Kong-búar nytu borgararéttinda í að minnsta kosti 50 ár eftir skiptin. Gagnrýnendur öryggislaganna segja þau hafa það samkomulag að engu. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. Nýju stofnunni er ætlað að framfylgja öryggislögunum sem voru samþykkt fyrir Hong Kong í vikunni. Hún verður óháð öðrum stofnunum og sætir ekki neinum lagalegum takmörkunum. Með lögunum er nú saknæmt að grafa undan og gagnrýna kínversk stjórnvöld að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Gagnrýnendur laganna segja þau svipta íbúa Hong Kong frelsi sem þeim var lofað þegar Bretar afhentu Kínverjum borgríkið árið 1997. Zheng Yanxiong hefur verið skipaður yfirmaður stofnunarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé best þekktur fyrir að kveða niður mótmæli í þorpinu Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína fyrir tæpum áratug. Mótmælin í Wukan snerust um eignarnám ríkisins á jörðin þorpsbúa. Þeir sökuðu embættismenn um að spillingu og að stela jörðum þeirra í samkurli við verktaka. Hröktu þorpsbúar embættismenn þaðan. Í kjölfarið tryggðu þeir sé lýðræðislegar umbætur fyrir svæðið Þegar mótmælin blossuðu upp aftur fimm árum síðar vegna vanefnda stjórnvalda sendi Zheng, sem var háttsettur leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong, hundruð óeirðarlögreglumanna til að leggja þorpið undir sig. Fjöldi manns var handtekinn. Tíu mótmælendur í Hong Kong hafa þegar verið ákærðir á grundvelli nýju laganna og hundruð hafa verið handtekin í átökum lögreglu og mótmælenda. Nokkrir leiðtogar lýðræðissinna hafa hörfað og að minnsta kosti einn flúið land. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er ökumaður bifhjóls sem ók inn í hóp lögreglumanna sem fána sem á var letrað slagorð um sjálfstæði Hong Kong. Hann er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og hryðjuverka. Vestræn ríki hafa gagnrýnt nýju lögin og Bretar hafa boðið Hong Kong-búum landvistarleyfi eftir samþykkt þeirra. Stjórnvöld í Beijing vísa allri gagnrýni á bug og segja lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli fyrir lýðræði eins og þau sem geisuðu í borgríkinu um margra mánaða skeið í fyrra. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. Nýju stofnunni er ætlað að framfylgja öryggislögunum sem voru samþykkt fyrir Hong Kong í vikunni. Hún verður óháð öðrum stofnunum og sætir ekki neinum lagalegum takmörkunum. Með lögunum er nú saknæmt að grafa undan og gagnrýna kínversk stjórnvöld að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Gagnrýnendur laganna segja þau svipta íbúa Hong Kong frelsi sem þeim var lofað þegar Bretar afhentu Kínverjum borgríkið árið 1997. Zheng Yanxiong hefur verið skipaður yfirmaður stofnunarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé best þekktur fyrir að kveða niður mótmæli í þorpinu Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína fyrir tæpum áratug. Mótmælin í Wukan snerust um eignarnám ríkisins á jörðin þorpsbúa. Þeir sökuðu embættismenn um að spillingu og að stela jörðum þeirra í samkurli við verktaka. Hröktu þorpsbúar embættismenn þaðan. Í kjölfarið tryggðu þeir sé lýðræðislegar umbætur fyrir svæðið Þegar mótmælin blossuðu upp aftur fimm árum síðar vegna vanefnda stjórnvalda sendi Zheng, sem var háttsettur leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong, hundruð óeirðarlögreglumanna til að leggja þorpið undir sig. Fjöldi manns var handtekinn. Tíu mótmælendur í Hong Kong hafa þegar verið ákærðir á grundvelli nýju laganna og hundruð hafa verið handtekin í átökum lögreglu og mótmælenda. Nokkrir leiðtogar lýðræðissinna hafa hörfað og að minnsta kosti einn flúið land. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er ökumaður bifhjóls sem ók inn í hóp lögreglumanna sem fána sem á var letrað slagorð um sjálfstæði Hong Kong. Hann er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og hryðjuverka. Vestræn ríki hafa gagnrýnt nýju lögin og Bretar hafa boðið Hong Kong-búum landvistarleyfi eftir samþykkt þeirra. Stjórnvöld í Beijing vísa allri gagnrýni á bug og segja lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli fyrir lýðræði eins og þau sem geisuðu í borgríkinu um margra mánaða skeið í fyrra.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Sjá meira
Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00
Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent