Gaf út plötu á föstudaginn og fór til FH í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2020 11:06 Logi fagnar eftir að Víkingur varð bikarmeistari eftir 1-0 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fyrra. Logi er nú farinn til FH og leikur með liðinu, allavega út tímabilið. vísir/vilhelm Það er skammt stórra högga á milli hjá Loga Tómassyni. Á föstudaginn gaf hann út nýja plötu og í gær gekk hann í raðir FH frá Víkingi. FH fékk Loga á láni út tímabilið. Að því loknu getur félagið svo keypt hann. Logi segir að aðdragandi félagaskiptanna hafi verið mjög stuttur. „Þetta kom bara upp í gær. Ég vildi fara á lán og þegar áhuginn kom fór þetta á fullt og var klárað í gærkvöldi,“ sagði Logi í samtali við Vísi í dag. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni en var ekki í leikmannahópnum gegn FH á mánudaginn. Víkingar unnu þá 4-1 sigur, sem var þeirra fyrsti á tímabilinu. „Ég var alveg viss um að ég myndi spila hjá Víkingi. En ég vildi prófa að skipta um umhverfi. Og þegar FH vill mann er erfitt að segja nei. Mér fannst þetta strax spennandi,“ sagði Logi sem mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH á morgun. Næsti leikur FH-inga er ekki fyrr en 8. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Leik FH og Stjörnunnar, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað. Logi skaust fram á sjónarsviðið í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði stórkostlegt mark í 3-3 jafntefli Vals og Víkings á Hlíðarenda. Logi, sem er á fullu í tónlist meðfram fótboltanum, samdi m.a. lag um markið. Breyttir tímar, ný plata Loga Tómassonar, tónlistar- og fótboltamanns. Logi, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út samnefnda plötu í fyrra. Á miðnætti, aðfaranótt föstudags, kom svo hans önnur plata út, Breyttir tímar. Hún telur tólf lög en meðal gesta á plötunni eru Jón Jónsson, Króli, Herra Hnetusmjör og Guðmundur Benediktsson. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plötunni. Hún hefur fengið góða hlustun og ég hef fengið mikið hrós fyrir hana. Aðaleinbeiting er á fótboltanum en það er gaman að gera þetta til hliðar,“ sagði Logi. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla FH Tónlist Tengdar fréttir Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Loga Tómassyni. Á föstudaginn gaf hann út nýja plötu og í gær gekk hann í raðir FH frá Víkingi. FH fékk Loga á láni út tímabilið. Að því loknu getur félagið svo keypt hann. Logi segir að aðdragandi félagaskiptanna hafi verið mjög stuttur. „Þetta kom bara upp í gær. Ég vildi fara á lán og þegar áhuginn kom fór þetta á fullt og var klárað í gærkvöldi,“ sagði Logi í samtali við Vísi í dag. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni en var ekki í leikmannahópnum gegn FH á mánudaginn. Víkingar unnu þá 4-1 sigur, sem var þeirra fyrsti á tímabilinu. „Ég var alveg viss um að ég myndi spila hjá Víkingi. En ég vildi prófa að skipta um umhverfi. Og þegar FH vill mann er erfitt að segja nei. Mér fannst þetta strax spennandi,“ sagði Logi sem mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH á morgun. Næsti leikur FH-inga er ekki fyrr en 8. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Leik FH og Stjörnunnar, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað. Logi skaust fram á sjónarsviðið í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði stórkostlegt mark í 3-3 jafntefli Vals og Víkings á Hlíðarenda. Logi, sem er á fullu í tónlist meðfram fótboltanum, samdi m.a. lag um markið. Breyttir tímar, ný plata Loga Tómassonar, tónlistar- og fótboltamanns. Logi, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út samnefnda plötu í fyrra. Á miðnætti, aðfaranótt föstudags, kom svo hans önnur plata út, Breyttir tímar. Hún telur tólf lög en meðal gesta á plötunni eru Jón Jónsson, Króli, Herra Hnetusmjör og Guðmundur Benediktsson. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plötunni. Hún hefur fengið góða hlustun og ég hef fengið mikið hrós fyrir hana. Aðaleinbeiting er á fótboltanum en það er gaman að gera þetta til hliðar,“ sagði Logi. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla FH Tónlist Tengdar fréttir Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28