Gaf út plötu á föstudaginn og fór til FH í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2020 11:06 Logi fagnar eftir að Víkingur varð bikarmeistari eftir 1-0 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fyrra. Logi er nú farinn til FH og leikur með liðinu, allavega út tímabilið. vísir/vilhelm Það er skammt stórra högga á milli hjá Loga Tómassyni. Á föstudaginn gaf hann út nýja plötu og í gær gekk hann í raðir FH frá Víkingi. FH fékk Loga á láni út tímabilið. Að því loknu getur félagið svo keypt hann. Logi segir að aðdragandi félagaskiptanna hafi verið mjög stuttur. „Þetta kom bara upp í gær. Ég vildi fara á lán og þegar áhuginn kom fór þetta á fullt og var klárað í gærkvöldi,“ sagði Logi í samtali við Vísi í dag. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni en var ekki í leikmannahópnum gegn FH á mánudaginn. Víkingar unnu þá 4-1 sigur, sem var þeirra fyrsti á tímabilinu. „Ég var alveg viss um að ég myndi spila hjá Víkingi. En ég vildi prófa að skipta um umhverfi. Og þegar FH vill mann er erfitt að segja nei. Mér fannst þetta strax spennandi,“ sagði Logi sem mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH á morgun. Næsti leikur FH-inga er ekki fyrr en 8. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Leik FH og Stjörnunnar, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað. Logi skaust fram á sjónarsviðið í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði stórkostlegt mark í 3-3 jafntefli Vals og Víkings á Hlíðarenda. Logi, sem er á fullu í tónlist meðfram fótboltanum, samdi m.a. lag um markið. Breyttir tímar, ný plata Loga Tómassonar, tónlistar- og fótboltamanns. Logi, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út samnefnda plötu í fyrra. Á miðnætti, aðfaranótt föstudags, kom svo hans önnur plata út, Breyttir tímar. Hún telur tólf lög en meðal gesta á plötunni eru Jón Jónsson, Króli, Herra Hnetusmjör og Guðmundur Benediktsson. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plötunni. Hún hefur fengið góða hlustun og ég hef fengið mikið hrós fyrir hana. Aðaleinbeiting er á fótboltanum en það er gaman að gera þetta til hliðar,“ sagði Logi. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla FH Tónlist Tengdar fréttir Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Loga Tómassyni. Á föstudaginn gaf hann út nýja plötu og í gær gekk hann í raðir FH frá Víkingi. FH fékk Loga á láni út tímabilið. Að því loknu getur félagið svo keypt hann. Logi segir að aðdragandi félagaskiptanna hafi verið mjög stuttur. „Þetta kom bara upp í gær. Ég vildi fara á lán og þegar áhuginn kom fór þetta á fullt og var klárað í gærkvöldi,“ sagði Logi í samtali við Vísi í dag. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni en var ekki í leikmannahópnum gegn FH á mánudaginn. Víkingar unnu þá 4-1 sigur, sem var þeirra fyrsti á tímabilinu. „Ég var alveg viss um að ég myndi spila hjá Víkingi. En ég vildi prófa að skipta um umhverfi. Og þegar FH vill mann er erfitt að segja nei. Mér fannst þetta strax spennandi,“ sagði Logi sem mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH á morgun. Næsti leikur FH-inga er ekki fyrr en 8. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Leik FH og Stjörnunnar, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað. Logi skaust fram á sjónarsviðið í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði stórkostlegt mark í 3-3 jafntefli Vals og Víkings á Hlíðarenda. Logi, sem er á fullu í tónlist meðfram fótboltanum, samdi m.a. lag um markið. Breyttir tímar, ný plata Loga Tómassonar, tónlistar- og fótboltamanns. Logi, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út samnefnda plötu í fyrra. Á miðnætti, aðfaranótt föstudags, kom svo hans önnur plata út, Breyttir tímar. Hún telur tólf lög en meðal gesta á plötunni eru Jón Jónsson, Króli, Herra Hnetusmjör og Guðmundur Benediktsson. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plötunni. Hún hefur fengið góða hlustun og ég hef fengið mikið hrós fyrir hana. Aðaleinbeiting er á fótboltanum en það er gaman að gera þetta til hliðar,“ sagði Logi. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla FH Tónlist Tengdar fréttir Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn