Arnar Freyr frá í tvo mánuði | Enginn markvörður á leið til HK Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2020 15:00 Arnar Freyr meiddist eftir aðeins rúmar tíu mínútur í fyrsta leik HK á tímabilinu. vísir/daníel Enn eru um tveir mánuðir í að markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson geti byrjað að spila með HK á ný. Arnar fór af velli í upphafi leiks HK og FH í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla eftir að hafa tognað aftan í læri. Hann hefur ekkert leikið með Kópavogsliðinu síðan þá. „Arnar verður sennilega frá í tvo mánuði. Maður veit svo aldrei hvort það lengist eða styttist um tvær vikur,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi í dag. Sigurður Hrannar Björnsson hefur varið mark HK síðan Arnar meiddist. Brynjar á von á því að HK-ingar setji áfram traust sitt á Sigurð. „Það stefnir í það,“ sagði Brynjar. Þriðji markvörður HK er hinn nítján ára Hjörvar Daði Arnarsson og hann hefur verið á bekknum í síðustu þremur leikjum liðsins. Félagaskiptaglugganum verður lokað í dag og hann verður ekki opnaður aftur fyrr en í ágúst. Brynjar segir að HK muni ekki fá sér markvörð, eða annan leikmann, í dag. „Við erum búnir að loka þessu og þetta verður rólegt hjá okkur í dag.“ Valgeir Valgeirsson meiddist í 0-3 sigrinum á Íslandsmeisturum KR um þarsíðustu helgi og hefur misst af síðustu tveimur leikjum HK, sigrinum á Magna í Mjólkurbikarnum og tapinu fyrir Val í Pepsi Max-deildinni. „Valgeir er að koma til. Þetta gætu verið 1-2 dagar eða 4-5 dagar. Það er erfitt að segja,“ sagði Brynjar en næsti leikur HK er gegn nýliðum Gróttu á laugardaginn. HK er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í Pepsi Max-deildinni. Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Pedersen, rauða spjaldið á Leif og endurkomuna hjá KR KR og Valur unnu sína leiki er þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla fór af stað í gærkvöldi. Þriðja leik gærkvöldsins, leik Stjörnunnar og KA, var frestað vegna kórónuveirusmits. 29. júní 2020 15:00 Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-4 | Þægilegt fyrir Valsmenn í Kórnum Valsmenn unnu frábæran 4-0 sigur gegn HK í Kórnum í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í dag. 28. júní 2020 21:30 Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 Ólíklegt að Valgeir verði frá jafn lengi og margir telja | Vesen erlendis með félagaskipti Ara og Stefáns Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að Valgeir Valgeirsson gæti náð sér í vikunni. Þá er vesen erlendis varðandi félagaskipti Ara Sigurpálssonar og Stefáns Alexanders Ljubicic. 22. júní 2020 15:00 Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 HK fær framherja HK hefur fengið Stefan Alexander Ljubicic til liðs við sig og á hann að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla. 15. júní 2020 22:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-3 | Lennon gerði gæfumuninn í Kórnum Steven Lennon skoraði tvö mörk og átti stóran þátt einu marki til viðbótar þegar FH lagði HK að velli í Kórnum, 2-3. 14. júní 2020 20:45 „Þjóðhátíðarleikurinn stendur upp úr“ Arnar Freyr Ólafsson varð ekki aðalmarkvörður í meistaraflokki fyrr en hann var 23 ára. Misvel gekk fyrst eftir að hann kom í HK en leiðin hefur legið upp á við frá miðju tímabili 2017. Góð samskipti eru ein stærsta ástæðan fyrir sterkum varnarleik HK. 2. júní 2020 11:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Enn eru um tveir mánuðir í að markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson geti byrjað að spila með HK á ný. Arnar fór af velli í upphafi leiks HK og FH í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla eftir að hafa tognað aftan í læri. Hann hefur ekkert leikið með Kópavogsliðinu síðan þá. „Arnar verður sennilega frá í tvo mánuði. Maður veit svo aldrei hvort það lengist eða styttist um tvær vikur,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi í dag. Sigurður Hrannar Björnsson hefur varið mark HK síðan Arnar meiddist. Brynjar á von á því að HK-ingar setji áfram traust sitt á Sigurð. „Það stefnir í það,“ sagði Brynjar. Þriðji markvörður HK er hinn nítján ára Hjörvar Daði Arnarsson og hann hefur verið á bekknum í síðustu þremur leikjum liðsins. Félagaskiptaglugganum verður lokað í dag og hann verður ekki opnaður aftur fyrr en í ágúst. Brynjar segir að HK muni ekki fá sér markvörð, eða annan leikmann, í dag. „Við erum búnir að loka þessu og þetta verður rólegt hjá okkur í dag.“ Valgeir Valgeirsson meiddist í 0-3 sigrinum á Íslandsmeisturum KR um þarsíðustu helgi og hefur misst af síðustu tveimur leikjum HK, sigrinum á Magna í Mjólkurbikarnum og tapinu fyrir Val í Pepsi Max-deildinni. „Valgeir er að koma til. Þetta gætu verið 1-2 dagar eða 4-5 dagar. Það er erfitt að segja,“ sagði Brynjar en næsti leikur HK er gegn nýliðum Gróttu á laugardaginn. HK er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í Pepsi Max-deildinni. Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Pedersen, rauða spjaldið á Leif og endurkomuna hjá KR KR og Valur unnu sína leiki er þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla fór af stað í gærkvöldi. Þriðja leik gærkvöldsins, leik Stjörnunnar og KA, var frestað vegna kórónuveirusmits. 29. júní 2020 15:00 Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-4 | Þægilegt fyrir Valsmenn í Kórnum Valsmenn unnu frábæran 4-0 sigur gegn HK í Kórnum í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í dag. 28. júní 2020 21:30 Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 Ólíklegt að Valgeir verði frá jafn lengi og margir telja | Vesen erlendis með félagaskipti Ara og Stefáns Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að Valgeir Valgeirsson gæti náð sér í vikunni. Þá er vesen erlendis varðandi félagaskipti Ara Sigurpálssonar og Stefáns Alexanders Ljubicic. 22. júní 2020 15:00 Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 HK fær framherja HK hefur fengið Stefan Alexander Ljubicic til liðs við sig og á hann að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla. 15. júní 2020 22:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-3 | Lennon gerði gæfumuninn í Kórnum Steven Lennon skoraði tvö mörk og átti stóran þátt einu marki til viðbótar þegar FH lagði HK að velli í Kórnum, 2-3. 14. júní 2020 20:45 „Þjóðhátíðarleikurinn stendur upp úr“ Arnar Freyr Ólafsson varð ekki aðalmarkvörður í meistaraflokki fyrr en hann var 23 ára. Misvel gekk fyrst eftir að hann kom í HK en leiðin hefur legið upp á við frá miðju tímabili 2017. Góð samskipti eru ein stærsta ástæðan fyrir sterkum varnarleik HK. 2. júní 2020 11:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Sjáðu þrennuna hjá Pedersen, rauða spjaldið á Leif og endurkomuna hjá KR KR og Valur unnu sína leiki er þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla fór af stað í gærkvöldi. Þriðja leik gærkvöldsins, leik Stjörnunnar og KA, var frestað vegna kórónuveirusmits. 29. júní 2020 15:00
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-4 | Þægilegt fyrir Valsmenn í Kórnum Valsmenn unnu frábæran 4-0 sigur gegn HK í Kórnum í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í dag. 28. júní 2020 21:30
Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00
Ólíklegt að Valgeir verði frá jafn lengi og margir telja | Vesen erlendis með félagaskipti Ara og Stefáns Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að Valgeir Valgeirsson gæti náð sér í vikunni. Þá er vesen erlendis varðandi félagaskipti Ara Sigurpálssonar og Stefáns Alexanders Ljubicic. 22. júní 2020 15:00
Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05
HK fær framherja HK hefur fengið Stefan Alexander Ljubicic til liðs við sig og á hann að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla. 15. júní 2020 22:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-3 | Lennon gerði gæfumuninn í Kórnum Steven Lennon skoraði tvö mörk og átti stóran þátt einu marki til viðbótar þegar FH lagði HK að velli í Kórnum, 2-3. 14. júní 2020 20:45
„Þjóðhátíðarleikurinn stendur upp úr“ Arnar Freyr Ólafsson varð ekki aðalmarkvörður í meistaraflokki fyrr en hann var 23 ára. Misvel gekk fyrst eftir að hann kom í HK en leiðin hefur legið upp á við frá miðju tímabili 2017. Góð samskipti eru ein stærsta ástæðan fyrir sterkum varnarleik HK. 2. júní 2020 11:00