Íslenski boltinn

Sjáðu þrennuna hjá Peder­sen, rauða spjaldið á Leif og endur­komuna hjá KR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vilhjálmur Alvar gefur Leifi Andra Leifssyni rautt spjald.
Vilhjálmur Alvar gefur Leifi Andra Leifssyni rautt spjald. vísir/s2s

KR og Valur unnu sína leiki er þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla fór af stað í gærkvöldi. Þriðja leik gærkvöldsins, leik Stjörnunnar og KA, var frestað vegna kórónuveirusmits.

KR gerði góða ferð upp á Akranes og vann 2-1 sigur. Skagamenn komust yfir með marki Steinars Þorsteinssonar en Aron Bjarki Jósepsson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu mörk KR.

Klippa: Mörkin úr leik ÍA og KR

Valur vann stórsigur á HK í Kórnum, 4-0. Patrick Pedersen gerði þrjú mörk á fyrstu 38 mínútunum en Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, fékk að líta rauða spjaldið á 36. mínútu.

Birkir Heimisson gerði fjórða mark Vals í síðari hálfleik en þetta var hans fyrsta mark í efstu deild á Íslandi.

Öll mörkin úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan en þrír leikir eru á dagskrá í kvöld. Leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Pepsi Max-tilþrifin eru svo á dagskrá klukkan 21.15.

Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.