Íslenski boltinn

Sjáðu þrennuna hjá Peder­sen, rauða spjaldið á Leif og endur­komuna hjá KR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vilhjálmur Alvar gefur Leifi Andra Leifssyni rautt spjald.
Vilhjálmur Alvar gefur Leifi Andra Leifssyni rautt spjald. vísir/s2s

KR og Valur unnu sína leiki er þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla fór af stað í gærkvöldi. Þriðja leik gærkvöldsins, leik Stjörnunnar og KA, var frestað vegna kórónuveirusmits.

KR gerði góða ferð upp á Akranes og vann 2-1 sigur. Skagamenn komust yfir með marki Steinars Þorsteinssonar en Aron Bjarki Jósepsson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu mörk KR.

Klippa: Mörkin úr leik ÍA og KR

Valur vann stórsigur á HK í Kórnum, 4-0. Patrick Pedersen gerði þrjú mörk á fyrstu 38 mínútunum en Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, fékk að líta rauða spjaldið á 36. mínútu.

Birkir Heimisson gerði fjórða mark Vals í síðari hálfleik en þetta var hans fyrsta mark í efstu deild á Íslandi.

Öll mörkin úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan en þrír leikir eru á dagskrá í kvöld. Leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Pepsi Max-tilþrifin eru svo á dagskrá klukkan 21.15.

Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals



Fleiri fréttir

Sjá meira


×