Íslenski boltinn

HK fær framherja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán í leik með Grindavík síðasta sumar.
Stefán í leik með Grindavík síðasta sumar. vísir/daníel

HK hefur fengið Stefan Alexander Ljubicic til liðs við sig og á hann að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla.

Stefan er uppalinn hjá Keflavík en fór ungur út í unglinga akademíu Brighton. Hann lék svo með Grindavík á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni í fall liði Grindavíkur.

Hann gekk svo í raðir Riga FC í mars mánuði en var leystur undan samningi þar í sumar. Hann er nú á leið í Kópavoginn en hann á þar að leysa skarð Bjarna Gunnarssonar sem meiddist í leiknum gegn FH í gær.

HK tapaði í 1. umferðinni 3-2 gegn FH og mætir Íslandsmeisturum KR á laugardag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.