Erlent

Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Þýskalandi.
Frá Þýskalandi. AP/Stefan Sauer.

Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum.

Aðildarríki ESB og önnur ríki sem tengjast alþjóðasamstarfi í Evrópu hafa að undanförnu rætt sín á milli ríkisborgurum hvaða ríkja sé óhætt að hleypa yfir ytri landamærin frá og með 1. júlí næstkomandi.

BBC greinir frá því að ESB hafi nú tilgreint fjórtán ríki sem teljist örugg og því munu ríkisborgarar þessara landa geta ferðast yfir ytri landamæri ESB.

Ríkin fjórtán eru Alsír, Ástralía, Kanada, Georgía, Japan, Svartfjallaland, Marokkó, Nýja-Sjáland, Rúanda, Serbía, Suður-Kórea, Taíland, Túnis og Úrugvæ.

Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í lokunum á landamærum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér og innan ESB síðan í mars. Því má reikna má með að taki listi ESB yfir örugg ríki gildi muni Ísland einnig heimila ríkisborgurum þessara landa að koma til landsins.

Athygli vekur að Bandaríkin og Brasilía eru ekki á listanum en þar hefur gengið illa að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Kína er ekki heldur á listanum en BBC hefur eftir embættismönnum að það geti breyst heimili Kína ríkisborgum ESB-ríkja að ferðast til Kína.

Tekið er fram í frétt BBC að listinn geti enn tekið breytingum en meirihluti ESB ríkja hafi samþykkt hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×