Ólíklegt að Bandaríkjamönnum verði hleypt í gegn þegar ytri landamærin opna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 09:01 Ferðamenn í Króatíu. EPA/Antonio Bat Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur komist yfir drög að tveimur listum yfir þau lönd sem munu fá aðgang að ytri landamærum Evrópusambandins þann 1. júlí. Bandaríkin eru á hvorugum lista og ástæðan er sögð vera sú hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Í frétt New York Times segir að aðildarríki ESB ræði nú sín á milli hvaða lista eigi að miða við. Báðir listar innihaldi til dæmis Kína svo dæmi séu tekin að því er fram kemur í New York Times. Það myndi þýða að Kínverjum yrði á nýjan leik hleypt inn fyrir ytri landamæri ESB. Ytri landamærin hafa verið lokið frá öllum sem hvorki eru EES né EFTA borgarar, nema viðkomandi geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda frá því í mars. Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í þessum lokunum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér síðan í mars. Bandaríkin langt frá viðmiði ESB Greint hefur verið frá því að stefnt hafi verið að því að opna ytri landamærin 1. júlí og miðað við frétt New York Times virðast ríki ESB vera vinna að því hörðum höndum. Þar segir einnig að listarnir tveir séu byggðir á vísindalegum grunni, en ekki pólitískum. Þannig komist ríki ekki inn á umræddan lista nema sýkingar í viðkomandi ríki séu undir tveggja vikna meðaltali fjölda sýkinga í ESB á hverja 100 þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil, um þessar mundir er sú tala sextán. Í frétt New York Times segir að sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé 107, og því virðist vera langt í land fyrir Bandaríkjamenn. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddi við segja að listinn verði þó endurskoðaður á tveggja vikna fresti Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza.EPA/FABIO MUZZI Sem fyrr segir hefur Ísland fylgt ákvörðunum ESB í þessum efnum en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur velt þeim möguleika upp að Ísland geti opnað landamæri sín, til dæmis fyrir Bandaríkjamönnum, fyrr en önnur Evrópuríki ætli sér, með því að taka upp brottfarareftirlit á landamærunum hér þannig að ferðamenn sem þaðan komi geti ferðast til Íslands, en ekki áfram til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Frétt New York Times má lesa hér Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur komist yfir drög að tveimur listum yfir þau lönd sem munu fá aðgang að ytri landamærum Evrópusambandins þann 1. júlí. Bandaríkin eru á hvorugum lista og ástæðan er sögð vera sú hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Í frétt New York Times segir að aðildarríki ESB ræði nú sín á milli hvaða lista eigi að miða við. Báðir listar innihaldi til dæmis Kína svo dæmi séu tekin að því er fram kemur í New York Times. Það myndi þýða að Kínverjum yrði á nýjan leik hleypt inn fyrir ytri landamæri ESB. Ytri landamærin hafa verið lokið frá öllum sem hvorki eru EES né EFTA borgarar, nema viðkomandi geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda frá því í mars. Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í þessum lokunum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér síðan í mars. Bandaríkin langt frá viðmiði ESB Greint hefur verið frá því að stefnt hafi verið að því að opna ytri landamærin 1. júlí og miðað við frétt New York Times virðast ríki ESB vera vinna að því hörðum höndum. Þar segir einnig að listarnir tveir séu byggðir á vísindalegum grunni, en ekki pólitískum. Þannig komist ríki ekki inn á umræddan lista nema sýkingar í viðkomandi ríki séu undir tveggja vikna meðaltali fjölda sýkinga í ESB á hverja 100 þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil, um þessar mundir er sú tala sextán. Í frétt New York Times segir að sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé 107, og því virðist vera langt í land fyrir Bandaríkjamenn. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddi við segja að listinn verði þó endurskoðaður á tveggja vikna fresti Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza.EPA/FABIO MUZZI Sem fyrr segir hefur Ísland fylgt ákvörðunum ESB í þessum efnum en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur velt þeim möguleika upp að Ísland geti opnað landamæri sín, til dæmis fyrir Bandaríkjamönnum, fyrr en önnur Evrópuríki ætli sér, með því að taka upp brottfarareftirlit á landamærunum hér þannig að ferðamenn sem þaðan komi geti ferðast til Íslands, en ekki áfram til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Frétt New York Times má lesa hér
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“