Ólíklegt að Bandaríkjamönnum verði hleypt í gegn þegar ytri landamærin opna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 09:01 Ferðamenn í Króatíu. EPA/Antonio Bat Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur komist yfir drög að tveimur listum yfir þau lönd sem munu fá aðgang að ytri landamærum Evrópusambandins þann 1. júlí. Bandaríkin eru á hvorugum lista og ástæðan er sögð vera sú hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Í frétt New York Times segir að aðildarríki ESB ræði nú sín á milli hvaða lista eigi að miða við. Báðir listar innihaldi til dæmis Kína svo dæmi séu tekin að því er fram kemur í New York Times. Það myndi þýða að Kínverjum yrði á nýjan leik hleypt inn fyrir ytri landamæri ESB. Ytri landamærin hafa verið lokið frá öllum sem hvorki eru EES né EFTA borgarar, nema viðkomandi geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda frá því í mars. Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í þessum lokunum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér síðan í mars. Bandaríkin langt frá viðmiði ESB Greint hefur verið frá því að stefnt hafi verið að því að opna ytri landamærin 1. júlí og miðað við frétt New York Times virðast ríki ESB vera vinna að því hörðum höndum. Þar segir einnig að listarnir tveir séu byggðir á vísindalegum grunni, en ekki pólitískum. Þannig komist ríki ekki inn á umræddan lista nema sýkingar í viðkomandi ríki séu undir tveggja vikna meðaltali fjölda sýkinga í ESB á hverja 100 þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil, um þessar mundir er sú tala sextán. Í frétt New York Times segir að sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé 107, og því virðist vera langt í land fyrir Bandaríkjamenn. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddi við segja að listinn verði þó endurskoðaður á tveggja vikna fresti Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza.EPA/FABIO MUZZI Sem fyrr segir hefur Ísland fylgt ákvörðunum ESB í þessum efnum en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur velt þeim möguleika upp að Ísland geti opnað landamæri sín, til dæmis fyrir Bandaríkjamönnum, fyrr en önnur Evrópuríki ætli sér, með því að taka upp brottfarareftirlit á landamærunum hér þannig að ferðamenn sem þaðan komi geti ferðast til Íslands, en ekki áfram til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Frétt New York Times má lesa hér Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur komist yfir drög að tveimur listum yfir þau lönd sem munu fá aðgang að ytri landamærum Evrópusambandins þann 1. júlí. Bandaríkin eru á hvorugum lista og ástæðan er sögð vera sú hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Í frétt New York Times segir að aðildarríki ESB ræði nú sín á milli hvaða lista eigi að miða við. Báðir listar innihaldi til dæmis Kína svo dæmi séu tekin að því er fram kemur í New York Times. Það myndi þýða að Kínverjum yrði á nýjan leik hleypt inn fyrir ytri landamæri ESB. Ytri landamærin hafa verið lokið frá öllum sem hvorki eru EES né EFTA borgarar, nema viðkomandi geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda frá því í mars. Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í þessum lokunum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér síðan í mars. Bandaríkin langt frá viðmiði ESB Greint hefur verið frá því að stefnt hafi verið að því að opna ytri landamærin 1. júlí og miðað við frétt New York Times virðast ríki ESB vera vinna að því hörðum höndum. Þar segir einnig að listarnir tveir séu byggðir á vísindalegum grunni, en ekki pólitískum. Þannig komist ríki ekki inn á umræddan lista nema sýkingar í viðkomandi ríki séu undir tveggja vikna meðaltali fjölda sýkinga í ESB á hverja 100 þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil, um þessar mundir er sú tala sextán. Í frétt New York Times segir að sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé 107, og því virðist vera langt í land fyrir Bandaríkjamenn. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddi við segja að listinn verði þó endurskoðaður á tveggja vikna fresti Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza.EPA/FABIO MUZZI Sem fyrr segir hefur Ísland fylgt ákvörðunum ESB í þessum efnum en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur velt þeim möguleika upp að Ísland geti opnað landamæri sín, til dæmis fyrir Bandaríkjamönnum, fyrr en önnur Evrópuríki ætli sér, með því að taka upp brottfarareftirlit á landamærunum hér þannig að ferðamenn sem þaðan komi geti ferðast til Íslands, en ekki áfram til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Frétt New York Times má lesa hér
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira