Íslenski boltinn

Leikmaður Fylkis með kórónuveiruna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á Íslandsmótið.
Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á Íslandsmótið.

Leikmaður í kvennaliði Fylkis hefur verið greind með kórónuveiruna.

Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

Smitið tengist sömu útskriftarveislu og hin tvö smitin sem hafa greinst meðal knattspyrnufólks á undanförnum dögum en leikmenn úr nær öllum liðum Pepsi-Max deildar kvenna voru í veislunni.

Leikmenn kvennaliðs Breiðabliks og KR eru nú þegar í sóttkví ásamt karlaliði Stjörnunnar en smit hefur komið upp í leikmannahópi Breiðabliks annars vegar og Stjörnunnar hinsvegar. Hefur leikjum liðanna næstu tvær vikur því verið frestað.

Ætla má að leikmannahópur Fylkis þurfi að fara í sóttkví en smitrakningarteymið hefur nýhafið störf í tengslum við þetta nýjasta smit.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×