KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2020 21:18 Ægir Jarl skoraði þrjú í kvöld. Vísir/Bára KR, Valur og Afturelding tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu átta mörk í Egilshöllinni. Valur skoraði þrjú gegn 4. deildarliði SR og Afturelding lagði Árborg með þremur mörkum gegn engu. KR skoraði átta | Skoraði í sínum fyrsta mótsleik KR vann 3. deildarlið Vængja Júpíters 8-1 inn í Egilshöll. Leikurinn var þó óvænt nokkuð jafn framan af en Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir í upphafi leiks en Andi Andri Morina jafnaði metin tveimur mínútum síðar fyrir heimamenn. Stefán Árni Geirsson kom Íslandsmeisturum KR yfir áður en flautað var til hálfleiks en staðan þó aðeins 2-1 í hálfleik. Í þeim síðari blésu KR-ingar í herlúðrana eftir að Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, hefur eflaust sagt leikmönnum sínum til syndanna. Ægir Jarl Jónasson skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik ásamt því að Pablo Punyed, Kennie Chopart og Jóhannes Kristinn Bjarnason - í sínum fyrsta mótsleik fyrir KR - gerðu allir eitt mark. Leikurinn var þó ekki eingöngu gleði fyrir Vesturbæinga en Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður, meiddist illa á hné þegar tæpur klukkutími var liðinn og þurfti að yfirgefa völlinn. Óvíst er hvort hann leiki meira með í sumar. Valur í basli í Laugardalnum Valur mætti SR, venslaliði Þróttar Reykjavíkur, sem leikur í 4. deild. Björgólfur Takefusa - sem lék með KR, Fylki, Þrótti og Val á sínum tíma - var í fremstu víglínu SR og fiskaði víti um miðbik fyrri hálfleiks. Tók hann vítið sjálfur en Sveinn Sigurður Jóhannesson varði slaka spyrnu Björgólfs. Sigurður Egill Lárusson kom svo Val yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan þó aðeins 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari skoruðu Lasse Petry og varamaðurinn Aron Bjarnason. Lokatölur 3-0 en reiknað var með töluvert stærri sigri Vals í kvöld. Þá vann Afturelding, sem leikur í Lengjudeildinni, 3-0 sigur á Árborg sem leikur í 4. og neðstu deild. Markarskorarar fengnir frá Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13 Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
KR, Valur og Afturelding tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu átta mörk í Egilshöllinni. Valur skoraði þrjú gegn 4. deildarliði SR og Afturelding lagði Árborg með þremur mörkum gegn engu. KR skoraði átta | Skoraði í sínum fyrsta mótsleik KR vann 3. deildarlið Vængja Júpíters 8-1 inn í Egilshöll. Leikurinn var þó óvænt nokkuð jafn framan af en Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir í upphafi leiks en Andi Andri Morina jafnaði metin tveimur mínútum síðar fyrir heimamenn. Stefán Árni Geirsson kom Íslandsmeisturum KR yfir áður en flautað var til hálfleiks en staðan þó aðeins 2-1 í hálfleik. Í þeim síðari blésu KR-ingar í herlúðrana eftir að Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, hefur eflaust sagt leikmönnum sínum til syndanna. Ægir Jarl Jónasson skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik ásamt því að Pablo Punyed, Kennie Chopart og Jóhannes Kristinn Bjarnason - í sínum fyrsta mótsleik fyrir KR - gerðu allir eitt mark. Leikurinn var þó ekki eingöngu gleði fyrir Vesturbæinga en Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður, meiddist illa á hné þegar tæpur klukkutími var liðinn og þurfti að yfirgefa völlinn. Óvíst er hvort hann leiki meira með í sumar. Valur í basli í Laugardalnum Valur mætti SR, venslaliði Þróttar Reykjavíkur, sem leikur í 4. deild. Björgólfur Takefusa - sem lék með KR, Fylki, Þrótti og Val á sínum tíma - var í fremstu víglínu SR og fiskaði víti um miðbik fyrri hálfleiks. Tók hann vítið sjálfur en Sveinn Sigurður Jóhannesson varði slaka spyrnu Björgólfs. Sigurður Egill Lárusson kom svo Val yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan þó aðeins 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari skoruðu Lasse Petry og varamaðurinn Aron Bjarnason. Lokatölur 3-0 en reiknað var með töluvert stærri sigri Vals í kvöld. Þá vann Afturelding, sem leikur í Lengjudeildinni, 3-0 sigur á Árborg sem leikur í 4. og neðstu deild. Markarskorarar fengnir frá Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13 Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13
Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00