Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 11:34 Íbúðarhverfi þar sem starfsmenn kjötvinnslunnar búa hefur verið girt af. EPA/Friedmann Vogel Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem svæði er lokað á nýjan leik eftir að byrjað var að létta á takmörkunum í maí. Veitingastöðum, kvikmyndahúsum og líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað, fundir hafa verið bannaðir og samkomur hafa verið takmarkaðar verulega, svo eitthvað sé nefnt. Aðgerðirnar munu standa yfir í minnsta lagi til 30. júní en í millitíðinni ætla yfirvöld sér að fanga raunverulega útbreiðslu nýju kórónuveirunnar á svæðinu. Samkvæmt frétt Spiegel hafa aðgerðirnar áhrif á 365 þúsund manns. Fólkinu hefur ekki verið bannað að yfirgefa svæðið sem um ræðir en þau hafa verið beðin um að sýna almenna skynsemi og ferðast ekki. Enn sem komið er hafa einungis 24 aðilar sem vinna ekki í umræddri kjötvinnslu greinst með veiruna. Þar vinna um sjö þúsund manns og er búið að girða íbúðarhúsnæði þeirra af. Opinberir starfsmenn dreifa mat til þeirra og heilbrigðisstarfsmenn vinna að því að skima eftir veirunni meðal íbúa. BBC segir að öðru svæði í héraðinu hafi verið lokað. Þar sé um að ræða hverfi í borginni Göttlingen. Þar hafa einhverjir íbúa veist að lögregluþjónum með kylfum, flöskum og jafnvel flugeldum. Þýskalandi var hrósað mikið fyrir skipulögð og vel heppnuð viðbrögð þegar faraldur kórónuveirunnar komst á flug í Evrópu. Vel tókst að halda aftur af veirunni en tilfellum hefur farið fjölgandi í kjölfar þess að dregið var úr takmörkunum í maí. Embættismenn segja útlit fyrir að önnur bylgja gæti skollið á landinu en yfirvöld eru bjartsýn um að komið verði í veg fyrir það. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00 WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08 Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem svæði er lokað á nýjan leik eftir að byrjað var að létta á takmörkunum í maí. Veitingastöðum, kvikmyndahúsum og líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað, fundir hafa verið bannaðir og samkomur hafa verið takmarkaðar verulega, svo eitthvað sé nefnt. Aðgerðirnar munu standa yfir í minnsta lagi til 30. júní en í millitíðinni ætla yfirvöld sér að fanga raunverulega útbreiðslu nýju kórónuveirunnar á svæðinu. Samkvæmt frétt Spiegel hafa aðgerðirnar áhrif á 365 þúsund manns. Fólkinu hefur ekki verið bannað að yfirgefa svæðið sem um ræðir en þau hafa verið beðin um að sýna almenna skynsemi og ferðast ekki. Enn sem komið er hafa einungis 24 aðilar sem vinna ekki í umræddri kjötvinnslu greinst með veiruna. Þar vinna um sjö þúsund manns og er búið að girða íbúðarhúsnæði þeirra af. Opinberir starfsmenn dreifa mat til þeirra og heilbrigðisstarfsmenn vinna að því að skima eftir veirunni meðal íbúa. BBC segir að öðru svæði í héraðinu hafi verið lokað. Þar sé um að ræða hverfi í borginni Göttlingen. Þar hafa einhverjir íbúa veist að lögregluþjónum með kylfum, flöskum og jafnvel flugeldum. Þýskalandi var hrósað mikið fyrir skipulögð og vel heppnuð viðbrögð þegar faraldur kórónuveirunnar komst á flug í Evrópu. Vel tókst að halda aftur af veirunni en tilfellum hefur farið fjölgandi í kjölfar þess að dregið var úr takmörkunum í maí. Embættismenn segja útlit fyrir að önnur bylgja gæti skollið á landinu en yfirvöld eru bjartsýn um að komið verði í veg fyrir það.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00 WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08 Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00
WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08
Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36