Þjóðverjar virðast standa öðrum framar í baráttunni gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 09:59 Þjóðverjar geta framkvæmt hálfa milljón prófa á viku. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsund próf á viku og Ítalar gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. AP/Hendrik Schmidt Þýskir vísindamenn hófu undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar um leið og þeir heyrðu af veirunni í Wuhan í Kína. Strax um miðjan janúar höfðu vísindamenn þróað próf til að greina veiruna og voru tilbúnir til að hefja framleiðslu þess, um svipað leyti og fyrsta smitið greindist þar. Þessi undirbúningur og öflugt heilbrigðiskerfi með nægum gjörgæsluplássum virðist hafa gefið Þjóðverjum áhrifamikið forskot gegn veirunni, sé mið tekið af nágrannalöndum þeirra. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, þá er samanburðurinn nokkuð merkilegur. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en 775 hafa dáið, sem er mun minna en í nágrannalöndum Þýskalands. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið. Á Spáni, 96 þúsund og 8.464. Í Frakklandi 53 þúsund og 3.523 og í Bretlandi hafa rúmlega 25 þúsund greinst með veiruna og 1.789 hafa dáið. Í öllum þessum ríkjum hafa hlutfallslega mun fleiri dáið en í Þýskalandi. Jafnvel þó færri hafi greinst með veiruna eins og í Frakklandi og Bretlandi. Geta gert 500 þúsund próf á viku Mögulega liggja margar ástæður þar að baki en eins og bent er á í frétt AP, þá sögðu sérfræðingar tiltölulega snemma að sú umfangsmikla skimun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi hafi hjálpað Þjóðverjum mjög mikið. Christian Drosten, sem leiðir teymi lækna sem þróaði fyrsta prófið við kórónuveirunni í Þýskalandi, segir mikið til í því að prófin hjálpi. Hann áætlar að Þjóðverjar geti framkvæmt allt að hálfa milljón prófa á viku. Ofan á það var ákveðið snemma að prófin yrðu framkvæmd fólki að kostnaðarlausu og var gott aðgengi að þeim. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsunda prófa á viku og Ítalir gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en einunigs 775 hafa dáið. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið.AP/Peter Steffen Mikill munur á fjölda gjörgæsluplássa Heilbrigðiskerfi Ítalíu hefur kiknað undan álaginu vegna faraldursins og þess fjölda sjúklinga sem hafa þurft að leita sér aðhlynningar. Það er talið hafa ýtt undir fjölda látinna. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) eru um 8,6 gjörgæslupláss á hverja hundrað þúsund íbúa á Ítalíu. Í Þýskalandi eru aftur á móti 33,9 pláss á hverja hundrað þúsund íbúa. Það samsvarar um 28 þúsund plássum en Þjóðverjar vilja þó tvöfalda það. Forsvarsmenn baráttunnar gegn veirunni í Þýskalandi segjast vel undirbúnir fyrir ástandið. Þá hafa Þjóðverjar tekið við tugum sjúklinga frá Ítalíu og Frakklandi. Segja Þjóðverja sýna skeytingarleysi Borgar- og héraðsstjórar í norðurhluta Ítalíu keyptu í gær heilsíðu auglýsingu í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Í auglýsingunni kölluðu þeir eftir hjálp frá Þýskalandi, eins og ríkinu var hjálpað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt frétt Reuters þykir þetta til marks um reiði Ítala sem segja Þýskaland sýna skeytingarleysi gagnvart efnahagsvandræðum Ítalíu. Einnig var skotið á Holland, sem Ítalir segja vera skattaskjól. Níu ríki Evrópusambandsins, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Spánn, kölluðu í síðustu viku eftir sameiginlegum aðgerðum til að hjálpa við enduruppbyggingu hagkerfa eftir faraldurinn. Forsvarsmenn Þýskalands, Hollands, Finnlands og Austurríkis settu sig á móti hugmyndinni. Þessi ríki hafa í gegnum tíðina verið á móti því að deila skuldum verr staddra hagkerfa Evrópusambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Ítalía Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Þýskir vísindamenn hófu undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar um leið og þeir heyrðu af veirunni í Wuhan í Kína. Strax um miðjan janúar höfðu vísindamenn þróað próf til að greina veiruna og voru tilbúnir til að hefja framleiðslu þess, um svipað leyti og fyrsta smitið greindist þar. Þessi undirbúningur og öflugt heilbrigðiskerfi með nægum gjörgæsluplássum virðist hafa gefið Þjóðverjum áhrifamikið forskot gegn veirunni, sé mið tekið af nágrannalöndum þeirra. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, þá er samanburðurinn nokkuð merkilegur. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en 775 hafa dáið, sem er mun minna en í nágrannalöndum Þýskalands. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið. Á Spáni, 96 þúsund og 8.464. Í Frakklandi 53 þúsund og 3.523 og í Bretlandi hafa rúmlega 25 þúsund greinst með veiruna og 1.789 hafa dáið. Í öllum þessum ríkjum hafa hlutfallslega mun fleiri dáið en í Þýskalandi. Jafnvel þó færri hafi greinst með veiruna eins og í Frakklandi og Bretlandi. Geta gert 500 þúsund próf á viku Mögulega liggja margar ástæður þar að baki en eins og bent er á í frétt AP, þá sögðu sérfræðingar tiltölulega snemma að sú umfangsmikla skimun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi hafi hjálpað Þjóðverjum mjög mikið. Christian Drosten, sem leiðir teymi lækna sem þróaði fyrsta prófið við kórónuveirunni í Þýskalandi, segir mikið til í því að prófin hjálpi. Hann áætlar að Þjóðverjar geti framkvæmt allt að hálfa milljón prófa á viku. Ofan á það var ákveðið snemma að prófin yrðu framkvæmd fólki að kostnaðarlausu og var gott aðgengi að þeim. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsunda prófa á viku og Ítalir gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en einunigs 775 hafa dáið. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið.AP/Peter Steffen Mikill munur á fjölda gjörgæsluplássa Heilbrigðiskerfi Ítalíu hefur kiknað undan álaginu vegna faraldursins og þess fjölda sjúklinga sem hafa þurft að leita sér aðhlynningar. Það er talið hafa ýtt undir fjölda látinna. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) eru um 8,6 gjörgæslupláss á hverja hundrað þúsund íbúa á Ítalíu. Í Þýskalandi eru aftur á móti 33,9 pláss á hverja hundrað þúsund íbúa. Það samsvarar um 28 þúsund plássum en Þjóðverjar vilja þó tvöfalda það. Forsvarsmenn baráttunnar gegn veirunni í Þýskalandi segjast vel undirbúnir fyrir ástandið. Þá hafa Þjóðverjar tekið við tugum sjúklinga frá Ítalíu og Frakklandi. Segja Þjóðverja sýna skeytingarleysi Borgar- og héraðsstjórar í norðurhluta Ítalíu keyptu í gær heilsíðu auglýsingu í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Í auglýsingunni kölluðu þeir eftir hjálp frá Þýskalandi, eins og ríkinu var hjálpað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt frétt Reuters þykir þetta til marks um reiði Ítala sem segja Þýskaland sýna skeytingarleysi gagnvart efnahagsvandræðum Ítalíu. Einnig var skotið á Holland, sem Ítalir segja vera skattaskjól. Níu ríki Evrópusambandsins, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Spánn, kölluðu í síðustu viku eftir sameiginlegum aðgerðum til að hjálpa við enduruppbyggingu hagkerfa eftir faraldurinn. Forsvarsmenn Þýskalands, Hollands, Finnlands og Austurríkis settu sig á móti hugmyndinni. Þessi ríki hafa í gegnum tíðina verið á móti því að deila skuldum verr staddra hagkerfa Evrópusambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Ítalía Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira