Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2020 23:00 Sigurður Hrannar í leiknum í kvöld. Vísir/Haraldur Guðjónsson Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Sigurður Hrannar kom inn í síðasta leik gegn FH eftir að Arnar Freyr Ólafsson, aðalmarkvörður meiddist, og átti að gera betur í sigurmarki Hafnfirðinga. Þar fyrir utan átti hann fínan leik og sýndi í dag að hann á vel heima milli stanganna hjá liði í efstu deild. Samkvæmt vef KSÍ þá lék Sigurður síðast mótsleik með Aftureldingu árið 2017. Það er allavega ef miðað er við deildar- eða bikarkeppni að sumri til. Þá á hann aðeins einn lei í efstu deild en sá kom sumarið 2014. Það var því ærið verkefni að fá FH og KR í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér hefur bara sjaldan liðið betur. Mér líður mjög vel, þetta er bara ótrúlegt. Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag,“ sagði Sigurður um sína líðan að leik loknum. „Ég kem inn á móti FH og leið bara mjög vel. Fannst ég bara eiga fínasta leik en svo er bara eitt móment og boltinn inni. Ég var samt ekkert að hafa alltof miklar áhyggjur af því,“ sagði Sigurður um frammistöðu sína í þessum tveimur leikjum til þessa. Hafði hann fengið gagnrýni fyrir sigurmark FH í leik liðanna á dögunum en hann sýndi allar sínu bestu hliðar í Vesturbænum í kvöld. „Það er góð spurning. Arnar (Freyr Ólafsson) er aðalmarkvörður þessa liðs og það verður bara að koma í ljós hversu lengi hann er frá. Arnar er að mínu mati í topp þremur yfir bestu markverði í þessari deild svo það verður erfitt að slá hann út en ég fylli í skarðið á meðan hann er í burtu,“ sagði Sigurður auðmjúkur um framhaldið eftir frammistöðu kvöldsins. „Sko ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá pældi ég voða lítið í því. Pældi bara í að mæta hérna og standa mig. Það var ekki biluð trú hérna fyrir leik í vikunni en ég hafði engar áhyggjur af mér né liðinu vegna þessara meiðsla. Sérð bara Jón Barðdal, kemur inn frábær í dag og tróð sokka ofan í alla þessa gaura,“ sagði Sigurður að lokum og skaut léttum skotum á þá sem virtust enga trú hafa á HK liðinu eftir tapið gegn FH. HK er nú með þrjú stig eftir tvo leiki og hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Íslandsmeisturum KR með markatölunni 7-1. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Sigurður Hrannar kom inn í síðasta leik gegn FH eftir að Arnar Freyr Ólafsson, aðalmarkvörður meiddist, og átti að gera betur í sigurmarki Hafnfirðinga. Þar fyrir utan átti hann fínan leik og sýndi í dag að hann á vel heima milli stanganna hjá liði í efstu deild. Samkvæmt vef KSÍ þá lék Sigurður síðast mótsleik með Aftureldingu árið 2017. Það er allavega ef miðað er við deildar- eða bikarkeppni að sumri til. Þá á hann aðeins einn lei í efstu deild en sá kom sumarið 2014. Það var því ærið verkefni að fá FH og KR í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér hefur bara sjaldan liðið betur. Mér líður mjög vel, þetta er bara ótrúlegt. Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag,“ sagði Sigurður um sína líðan að leik loknum. „Ég kem inn á móti FH og leið bara mjög vel. Fannst ég bara eiga fínasta leik en svo er bara eitt móment og boltinn inni. Ég var samt ekkert að hafa alltof miklar áhyggjur af því,“ sagði Sigurður um frammistöðu sína í þessum tveimur leikjum til þessa. Hafði hann fengið gagnrýni fyrir sigurmark FH í leik liðanna á dögunum en hann sýndi allar sínu bestu hliðar í Vesturbænum í kvöld. „Það er góð spurning. Arnar (Freyr Ólafsson) er aðalmarkvörður þessa liðs og það verður bara að koma í ljós hversu lengi hann er frá. Arnar er að mínu mati í topp þremur yfir bestu markverði í þessari deild svo það verður erfitt að slá hann út en ég fylli í skarðið á meðan hann er í burtu,“ sagði Sigurður auðmjúkur um framhaldið eftir frammistöðu kvöldsins. „Sko ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá pældi ég voða lítið í því. Pældi bara í að mæta hérna og standa mig. Það var ekki biluð trú hérna fyrir leik í vikunni en ég hafði engar áhyggjur af mér né liðinu vegna þessara meiðsla. Sérð bara Jón Barðdal, kemur inn frábær í dag og tróð sokka ofan í alla þessa gaura,“ sagði Sigurður að lokum og skaut léttum skotum á þá sem virtust enga trú hafa á HK liðinu eftir tapið gegn FH. HK er nú með þrjú stig eftir tvo leiki og hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Íslandsmeisturum KR með markatölunni 7-1.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05