Einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður í hverju liði Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 10:05 Troy Deeney hefur skorað sex mörk fyrir Watford á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni sem ljúka á í sumar. VÍSIR/GETTY Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Samkynhneigð virðist alltaf hafa verið mikið leyndarmál í fótbolta karla og sáralítið er um að leikmenn á hæsta stigi komi út úr skápnum, öfugt við fótbolta kvenna þar sem að sumar af stærstu stjörnum íþróttarinnar eru samkynhneigðar og óhræddar við að aðrir viti af því. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, talaði til að mynda ekki um það fyrr en árið 2014, eftir að skórnir voru komnir á hilluna, að hann væri samkynhneigður. Deeney segir ljóst að menn séu hræddir við að taka af skarið og verða fyrstu opinberu hommarnir í fótboltanum. Hundrað manns myndu fylgja í kjölfarið í fyrstu viku „Ég held að þeir sem séu samkynhneigðir eða úr því samfélagi séu mjög hikandi við að þurfa að axla þá ábyrgð að vera fyrstir til að koma út úr skápnum. Ég tel að þegar sá fyrsti kemur út þá muni fjöldi manna fylgja í kjölfarið,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþætti hjá BBC. „Ég er viss um að ef einhver tæki af skarið þá myndu fyrstu vikuna á eftir að minnsta kosti 100 manns segja „ég líka“. Bara vegna þess að þeir vilja ekki vera í forsvari fyrir þetta,“ sagði Deeney, sem lék æfingaleik með Watford á laugardag og verður líklega með liðinu þegar það mætir Leicester á laugardag í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Deeney telur að nú sé auðveldara en áður fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. „Ég held að umhverfið fyrir samkynhneigt íþróttafólk úr öllum greinum sé betra en nokkru sinni fyrr. Ég velti því líka fyrir mér af hverju fólk klárar ferilinn sinn í fótbolta, ruðningi eða annarri íþrótt og segist svo vera samkynhneigt. Mér finnst eins og að það hljóti að vera rosaleg byrði að bera, að leyna því í gegnum allan íþróttaferilinn,“ sagði Deeney. Enski boltinn Fótbolti Hinsegin Tengdar fréttir „Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Samkynhneigð virðist alltaf hafa verið mikið leyndarmál í fótbolta karla og sáralítið er um að leikmenn á hæsta stigi komi út úr skápnum, öfugt við fótbolta kvenna þar sem að sumar af stærstu stjörnum íþróttarinnar eru samkynhneigðar og óhræddar við að aðrir viti af því. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, talaði til að mynda ekki um það fyrr en árið 2014, eftir að skórnir voru komnir á hilluna, að hann væri samkynhneigður. Deeney segir ljóst að menn séu hræddir við að taka af skarið og verða fyrstu opinberu hommarnir í fótboltanum. Hundrað manns myndu fylgja í kjölfarið í fyrstu viku „Ég held að þeir sem séu samkynhneigðir eða úr því samfélagi séu mjög hikandi við að þurfa að axla þá ábyrgð að vera fyrstir til að koma út úr skápnum. Ég tel að þegar sá fyrsti kemur út þá muni fjöldi manna fylgja í kjölfarið,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþætti hjá BBC. „Ég er viss um að ef einhver tæki af skarið þá myndu fyrstu vikuna á eftir að minnsta kosti 100 manns segja „ég líka“. Bara vegna þess að þeir vilja ekki vera í forsvari fyrir þetta,“ sagði Deeney, sem lék æfingaleik með Watford á laugardag og verður líklega með liðinu þegar það mætir Leicester á laugardag í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Deeney telur að nú sé auðveldara en áður fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. „Ég held að umhverfið fyrir samkynhneigt íþróttafólk úr öllum greinum sé betra en nokkru sinni fyrr. Ég velti því líka fyrir mér af hverju fólk klárar ferilinn sinn í fótbolta, ruðningi eða annarri íþrótt og segist svo vera samkynhneigt. Mér finnst eins og að það hljóti að vera rosaleg byrði að bera, að leyna því í gegnum allan íþróttaferilinn,“ sagði Deeney.
Enski boltinn Fótbolti Hinsegin Tengdar fréttir „Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00
Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30