Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 08:00 Kennie Chopart virðist líka það vel að leika á gervigrasinu á Hlíðarenda. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið á laugardaginn var. Mikið hefur verið fjallað um markið sjálft en Óskar Örn Hauksson, besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, skoraði markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Markið kom eftir stórgóða sókn KR upp hægri vænginn þar sem Atli Sigurjónsson lagði knöttinn á Kennie Chopart – sem spilar nú bakvörð eftir að hafa verið framherji og vængmaður nær allan sinn feril – og sá danski lúðraði boltanum fyrir markið þar sem Óskar Örn stangaði tuðruna í netið. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það sem er ef til vill merkilegra heldur en að Óskar skori er sú staðreynd að KR var að vinna Val á Hlíðarenda annað árið í röð. Lokatölur í bæði skiptin 1-0 gestunum í vil. Það sem er enn merkilegra er að Kennie Chopart lagði einnig upp sigurmarkið á síðustu leiktíð. Þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason - sem er líkt og Óskar Örn fæddur árið 1984 - með skoti af stuttu færi á nærstöng eftir frábæra fyrirgöf danska hægri bakvarðarins. Pálmi var reyndar hársbreidd frá því að leika sama leik í gær en þá átti títtnefndur Chopart fyrirgjöf á nákvæmlega sama stað og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni sá Hannes Þór þó við Húsvíkingnum knáa. Alls lagði Chopart upp þrjú mörk í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð ásamt því að skora tvívegis sjálfur. Kennie, sem verður þrítugur á árinu, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR á Víking í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og virðist vera að stimpla sig inn sem einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar. Eftir þann leik sagði Kennie í viðtali við Vísi að hann væri varnarmaður í dag og væri sáttastur með að halda hreinu. Það skemmir þó eflaust ekki fyrir að vera kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 „Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið á laugardaginn var. Mikið hefur verið fjallað um markið sjálft en Óskar Örn Hauksson, besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, skoraði markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Markið kom eftir stórgóða sókn KR upp hægri vænginn þar sem Atli Sigurjónsson lagði knöttinn á Kennie Chopart – sem spilar nú bakvörð eftir að hafa verið framherji og vængmaður nær allan sinn feril – og sá danski lúðraði boltanum fyrir markið þar sem Óskar Örn stangaði tuðruna í netið. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það sem er ef til vill merkilegra heldur en að Óskar skori er sú staðreynd að KR var að vinna Val á Hlíðarenda annað árið í röð. Lokatölur í bæði skiptin 1-0 gestunum í vil. Það sem er enn merkilegra er að Kennie Chopart lagði einnig upp sigurmarkið á síðustu leiktíð. Þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason - sem er líkt og Óskar Örn fæddur árið 1984 - með skoti af stuttu færi á nærstöng eftir frábæra fyrirgöf danska hægri bakvarðarins. Pálmi var reyndar hársbreidd frá því að leika sama leik í gær en þá átti títtnefndur Chopart fyrirgjöf á nákvæmlega sama stað og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni sá Hannes Þór þó við Húsvíkingnum knáa. Alls lagði Chopart upp þrjú mörk í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð ásamt því að skora tvívegis sjálfur. Kennie, sem verður þrítugur á árinu, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR á Víking í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og virðist vera að stimpla sig inn sem einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar. Eftir þann leik sagði Kennie í viðtali við Vísi að hann væri varnarmaður í dag og væri sáttastur með að halda hreinu. Það skemmir þó eflaust ekki fyrir að vera kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 „Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30
„Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00