„Höfum nú ekkert gleymt öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2020 22:26 KR-ingar fagna eftir sigurinn góða á Val í kvöld. vísir/daníel „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. Þrátt fyrir yfirburði KR á síðustu leiktíð var Val spáð Íslandsmeistaratitlinum. Pálmi sýnir þeim spádómum vissan skilning. „Þeir eru með hörkulið og menn lesa kannski eitthvað í æfingaleiki. Við vorum ekki sannfærandi í okkar tveimur æfingaleikjum. En þetta er bara til þess að hafa gaman af. Okkur var ekki spáð titlinum í fyrra, við unnum þá, og vonandi verður þetta eins í ár. Þessi leikur gefur góð fyrirheit og við fögnum þessu, en svo er það bara þetta týpíska, næsti leikur. Þetta kemur okkur á toppinn í bili,“ segir Pálmi léttur. Báðir miðverðir KR fóru meiddir af velli í leiknum og Pálmi meiddist sjálfur í fyrri hálfleik en harkaði af sér. Valsmenn misstu líka mann af velli vegna meiðsla og spurning hvort að hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins, þar af sjö vikur án þess að menn mættu sparka bolta sín á milli, spili þar inn í? „Arnór fékk reyndar högg á bakið fyrr í leiknum og það voru kannski einhver vöðvameiðsli, en annars voru þetta aðallega einhver högg í fætur, sem ég og Finnur Tómas fengu. Eitthvað sem skrifast ekki á þetta skrýtna undirbúningstímabil. En það var líka bara harka í þessum leik, og við því að búast að það detti 1-2 leikmenn út þegar svo er,“ segir Pálmi. Valsmenn voru fastir fyrir frá fyrstu mínútu leiksins og virtust angra KR-inga með því en Pálmi lét sér það í léttu rúmi liggja. „Þeir eru harðir, alltaf, og við vitum það. Þeir fara hart inn í tæklingarnar og það er ekkert sem að kemur á óvart. En svo lengi sem að þetta er engin vitleysa og ekki eitthvað hættulegt þá er þetta bara fótbolti.“ Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR | Meistararnir byrja á góðum útisigri Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 22:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
„Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. Þrátt fyrir yfirburði KR á síðustu leiktíð var Val spáð Íslandsmeistaratitlinum. Pálmi sýnir þeim spádómum vissan skilning. „Þeir eru með hörkulið og menn lesa kannski eitthvað í æfingaleiki. Við vorum ekki sannfærandi í okkar tveimur æfingaleikjum. En þetta er bara til þess að hafa gaman af. Okkur var ekki spáð titlinum í fyrra, við unnum þá, og vonandi verður þetta eins í ár. Þessi leikur gefur góð fyrirheit og við fögnum þessu, en svo er það bara þetta týpíska, næsti leikur. Þetta kemur okkur á toppinn í bili,“ segir Pálmi léttur. Báðir miðverðir KR fóru meiddir af velli í leiknum og Pálmi meiddist sjálfur í fyrri hálfleik en harkaði af sér. Valsmenn misstu líka mann af velli vegna meiðsla og spurning hvort að hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins, þar af sjö vikur án þess að menn mættu sparka bolta sín á milli, spili þar inn í? „Arnór fékk reyndar högg á bakið fyrr í leiknum og það voru kannski einhver vöðvameiðsli, en annars voru þetta aðallega einhver högg í fætur, sem ég og Finnur Tómas fengu. Eitthvað sem skrifast ekki á þetta skrýtna undirbúningstímabil. En það var líka bara harka í þessum leik, og við því að búast að það detti 1-2 leikmenn út þegar svo er,“ segir Pálmi. Valsmenn voru fastir fyrir frá fyrstu mínútu leiksins og virtust angra KR-inga með því en Pálmi lét sér það í léttu rúmi liggja. „Þeir eru harðir, alltaf, og við vitum það. Þeir fara hart inn í tæklingarnar og það er ekkert sem að kemur á óvart. En svo lengi sem að þetta er engin vitleysa og ekki eitthvað hættulegt þá er þetta bara fótbolti.“
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR | Meistararnir byrja á góðum útisigri Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 22:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR | Meistararnir byrja á góðum útisigri Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 22:00