„Höfum nú ekkert gleymt öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2020 22:26 KR-ingar fagna eftir sigurinn góða á Val í kvöld. vísir/daníel „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. Þrátt fyrir yfirburði KR á síðustu leiktíð var Val spáð Íslandsmeistaratitlinum. Pálmi sýnir þeim spádómum vissan skilning. „Þeir eru með hörkulið og menn lesa kannski eitthvað í æfingaleiki. Við vorum ekki sannfærandi í okkar tveimur æfingaleikjum. En þetta er bara til þess að hafa gaman af. Okkur var ekki spáð titlinum í fyrra, við unnum þá, og vonandi verður þetta eins í ár. Þessi leikur gefur góð fyrirheit og við fögnum þessu, en svo er það bara þetta týpíska, næsti leikur. Þetta kemur okkur á toppinn í bili,“ segir Pálmi léttur. Báðir miðverðir KR fóru meiddir af velli í leiknum og Pálmi meiddist sjálfur í fyrri hálfleik en harkaði af sér. Valsmenn misstu líka mann af velli vegna meiðsla og spurning hvort að hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins, þar af sjö vikur án þess að menn mættu sparka bolta sín á milli, spili þar inn í? „Arnór fékk reyndar högg á bakið fyrr í leiknum og það voru kannski einhver vöðvameiðsli, en annars voru þetta aðallega einhver högg í fætur, sem ég og Finnur Tómas fengu. Eitthvað sem skrifast ekki á þetta skrýtna undirbúningstímabil. En það var líka bara harka í þessum leik, og við því að búast að það detti 1-2 leikmenn út þegar svo er,“ segir Pálmi. Valsmenn voru fastir fyrir frá fyrstu mínútu leiksins og virtust angra KR-inga með því en Pálmi lét sér það í léttu rúmi liggja. „Þeir eru harðir, alltaf, og við vitum það. Þeir fara hart inn í tæklingarnar og það er ekkert sem að kemur á óvart. En svo lengi sem að þetta er engin vitleysa og ekki eitthvað hættulegt þá er þetta bara fótbolti.“ Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR | Meistararnir byrja á góðum útisigri Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 22:00 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
„Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. Þrátt fyrir yfirburði KR á síðustu leiktíð var Val spáð Íslandsmeistaratitlinum. Pálmi sýnir þeim spádómum vissan skilning. „Þeir eru með hörkulið og menn lesa kannski eitthvað í æfingaleiki. Við vorum ekki sannfærandi í okkar tveimur æfingaleikjum. En þetta er bara til þess að hafa gaman af. Okkur var ekki spáð titlinum í fyrra, við unnum þá, og vonandi verður þetta eins í ár. Þessi leikur gefur góð fyrirheit og við fögnum þessu, en svo er það bara þetta týpíska, næsti leikur. Þetta kemur okkur á toppinn í bili,“ segir Pálmi léttur. Báðir miðverðir KR fóru meiddir af velli í leiknum og Pálmi meiddist sjálfur í fyrri hálfleik en harkaði af sér. Valsmenn misstu líka mann af velli vegna meiðsla og spurning hvort að hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins, þar af sjö vikur án þess að menn mættu sparka bolta sín á milli, spili þar inn í? „Arnór fékk reyndar högg á bakið fyrr í leiknum og það voru kannski einhver vöðvameiðsli, en annars voru þetta aðallega einhver högg í fætur, sem ég og Finnur Tómas fengu. Eitthvað sem skrifast ekki á þetta skrýtna undirbúningstímabil. En það var líka bara harka í þessum leik, og við því að búast að það detti 1-2 leikmenn út þegar svo er,“ segir Pálmi. Valsmenn voru fastir fyrir frá fyrstu mínútu leiksins og virtust angra KR-inga með því en Pálmi lét sér það í léttu rúmi liggja. „Þeir eru harðir, alltaf, og við vitum það. Þeir fara hart inn í tæklingarnar og það er ekkert sem að kemur á óvart. En svo lengi sem að þetta er engin vitleysa og ekki eitthvað hættulegt þá er þetta bara fótbolti.“
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR | Meistararnir byrja á góðum útisigri Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 22:00 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR | Meistararnir byrja á góðum útisigri Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 22:00