Veður

Vara við miklu hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun.
Spákortið fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan segir að búast megi við staðbundnu hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld og að í hviðum verði vindur allt að 30 metrar í sekúndu. Skilyrði fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind séu því varasöm.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að lægð sem sé að myndast og dýpka á vestanverðu Grænlandshafi muni dæla til okkar röku og hlýju loft næsta sólarhringinn með tilheyrandi sunnanátt og vætu. Á það sérstaklega við um landið vestanvert og sunnanvert í kvöld og á morgun.

„Það hvessir seinnipartinn og í kvöld, víða strekkings suðaustanátt en þó má reikna með staðbundu hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Þessar aðstæður geta verið varasamar fyrir t.d. bíla með hjólhýsi eða tjaldvagna. Rólegra veður tekur síðan við á þriðjudag og útlit fyrir prýðisveður á öllu landinu á 17. júní.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Sunnan og suðvestan 5-13 m/s með rigningu, einkum S-lands. Dregur úr úrkomu V-til með morgninum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á þriðjudag: Suðvestlæg átt, 3-10, skýjað og smáskúrir, en bjart með köflum suðaustantil. Hiti 8 til 15 stig.

Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): Suðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og þurrt. Þokubakkar við N- og A-ströndina. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á fimmtudag: Suðaustanátt, skýjað og smáskúrir sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á föstudag: Suðaustlæg átt og lítilsháttar væta SA-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.

Á laugardag (sumarsólstöður): Útlit fyrir austlæga átt með lítilsháttar vætu og milt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.