Veður

Allt að 23 stiga hiti

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðrið á landinu um hádegisbil.
Veðrið á landinu um hádegisbil. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Í dag gengur í sunnanátt, um 5 til 13 metra á sekúndu. Þurrt og bjart verður á Austurlandi, en búast má við rigningu annars staðar. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Hiti verður á bilinu 7 til 13 stig, en 15 til 23 stig á norðaustan- og austanverðu landinu.

Hér má sjá veðurhorfur næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Laugardagur:

Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað en úrkomulítið. Hiti 8 til 16 stig, mildast á A-verðu landinu.

Sunnudagur:

Sunnan 5-10 og dálítil væta V-lands, annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið.

Mánudagur:

Sunnan 8-13 og rigning um morguninn, en hægari og styttir víða upp síðdegis. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast NA-lands.

Þriðjudagur og miðvikudagur (lýðveldisdagurinn):

Vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 8 til 14 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×