Enski boltinn

Ensku liðin mega æfa með snertingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fabinho og Roberto Firmino, Brasilíumennirnir hjá Liverpool, mega núna takast á á æfingum.
Fabinho og Roberto Firmino, Brasilíumennirnir hjá Liverpool, mega núna takast á á æfingum. getty/Andrew Powell

Liðin í ensku úrvalsdeildinni mega nú æfa með snertingum. Þetta var samþykkt einróma á fundi félaganna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ensku liðin byrjuðu aftur að æfa í síðustu viku eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þau máttu þó aðeins æfa í litlum hópum og þurftu að passa upp á að halda tveggja metra fjarlægð.

Nú mega ensku liðin byrja að æfa á fullu, með snertingum og án fjöldatakmarkana.

Þó er mælst til þess að leikmenn og starfsfólk liðanna forðist allar óþarfa snertingar á æfingum.

Vonast er til þess að keppni í ensku úrvalsdeildinni geti hafist á ný um miðjan júní. Alls er 92 leikjum ólokið.

Síðan byrjað var að prófa leikmenn og starfsfólk liðanna í ensku úrvalsdeildinni hafa átta greinst með kórónuveiruna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.