Enski boltinn

Benitez að snúa aftur á St.James´ Park?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rafa Benítez er vinsæll í Newcastle.
Rafa Benítez er vinsæll í Newcastle. vísir/getty

Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benitez gæti snúið aftur til Norður-Englands og tekið við stjórnartaumunum hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle fari svo að yfirtaka arabíska krónprinsins Mohammed Bin Salman gangi í gegn.

The Telegraph greinir frá þessu í kvöld.

Benitez er þjálfari Dalian Yifang í Kína en hann stýrði Newcastle frá 2016 til 2019 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.

Þessi sextugi Spánverji yfirgaf Newcastle eftir ósætti við Mike Ashley, núverandi eiganda félagsins, en Benitez er sagður hafa áhuga á að snúa aftur til Newcastle með nýjum eigendum.

Vonir standa til að yfirtaka Bin Salman gangi í gegn í komandi viku og ljóst að ýmislegt mun breytast hjá félaginu í kjölfarið en Steve Bruce er núverandi þjálfari liðsins.

Heimildir Telegraph herma að Benitez sé þegar byrjaður að undirbúa leikmannakaup sumarsins og eru Englendingarnir John Stones og Ross Barkley meðal manna á óskalistanum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.