Enski boltinn

Tekjumissir Manchester United í kringum fimm milljarða króna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skammstöfun breska hreilbrigðiskerfisins hefur prýtt Old Trafford, heimavöll Man Utd, undanfarnar vikur.
Skammstöfun breska hreilbrigðiskerfisins hefur prýtt Old Trafford, heimavöll Man Utd, undanfarnar vikur. Clive Brunskill/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur orðið af tekjum upp á allt að fimm milljarða króna vegna kórónufaraldursins. Talið er að félagið verði af töluvert meiri tekjum áður en lífið fer aftur að ganga sinn vanagang.

Alls þurfti félagið að skila tuttugu milljónum punda vegna fyrirframgreiddra sjónvarpstekna og þá hefur liðið orðið af tekjum upp á átta milljónum punda vegna frestana leikja sinna. Þó svo að leikirnir fari aftur af stað þann 13. júní eins og áætlað er þá verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum og tekjur af miðasölu og varningi því engar.

„Almenn heilsa og velferð starfsmanna, stuðningsmanna og samstarfsaðila okkar um heim allan er okkar aðalmarkmið þessa dagana. Við erum mjög stolt af því hvernig allir tengdir félaginu hafa brugðist við þessari krísu,“ sagði Ed Woodward, varaformaður félagsins, við The Independent.

Þar segir að hann að félagið hafi stutt dyggilega við bakið á allskyns samtökum, góðgerðamálum og heilbrigðisyfirvöldum. Einnig tekur hann fram að þó félagið sé að verða af gífurlegum tekjum vegna faraldursins þá sé félagið byggt á góðum grunni og í góðri stöðu fjárhagslega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.