Enski boltinn

Leikmaður Chelsea handtekinn og fyrirsæta sem heimsótti hann endaði á sjúkrahúsi

Sindri Sverrisson skrifar
Callum Hudson-Odoi var handtekinn í nótt.
Callum Hudson-Odoi var handtekinn í nótt. VÍSIR/GETTY

Enski landsliðsmaðurinn Callum Hudson-Odoi hefur verið handtekinn og fyrirsæta sem hann bauð heim til sín flutt á sjúkrahús eftir átök þeirra á milli.

Enska blaðið Daily Mail greinir frá þessu og segir að hinn 19 ára gamli Hudson-Odoi sé í gæsluvarðhaldi. Lögregla var kölluð til á heimili hans laust fyrir klukkan fjögur í nótt, eftir símtal frá konunni sem heimsótti Chelsea-manninn. Sjúkrabíll var einnig kallaður til. Lögregla mætti aftur á vettvang í dag til að rannsaka málið.

Hudson-Odoi kynntist fyrirsætunni, sem ekki er nafngreind, á netinu og sendi bifreið eftir henni þrátt fyrir að heimsóknin stangist á við reglur um einangrun vegna kórónuveirufaraldursins. Hann greindi frá því í mars að hann hefði greinst með Covid-19 og kvaðst í byrjun apríl hafa jafnað sig að fullu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.