Ungstirni Chelsea greinist með kórónuveiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2020 01:54 Hudson-Odoi í bikarleik með Chelsea fyrr á þessu tímabili. Vísir/Getty Callum Hudson-Odoi, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið greindur með kórónuveiruna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram þeir meðlimir Chelsea-liðsins sem hafa verið í samskiptum við leikmanninn séu nú í sóttkví. Það á við um allan eikmannahóp liðsins, þjálfara og einhverja úr hópi annarra starfsmanna félagsins. Gert er ráð fyrir að þau sem ekki hafa verið í nánum samskiptum við Hudson-Odoi muni snúa aftur til vinnu hjá félaginu fljótlega. Nú hefur húsi karlaliðs Chelsea á æfingasvæði félagsins verið lokað tímabundið vegna smitsins. „Callum sýndi einkenni svipuð þeim og koma fram við vægt kvef á mánudagsmorgun, og hefur ekki mætt á æfingasvæðið síðan þá, í öryggisskyni. Hann greindist með kórónuveiruna í kvöld og fer hann því nú í sóttkví,“ segir í tilkynningu frá Chelsea. Þar kemur einnig fram að þessum 19 ára kantmanni heilsist vel og að hann hlakki til að snúa aftur á æfingasvæðið um leið og auðið er. Í gærkvöldi var einnig greint frá því að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hefði greinst með veiruna, og að stór hluti leikmanna- og starfsmannahópa Arsenal væri í sóttkví. Það liggur því fyrir að kórónuveiran er farin að setja verulegt strik í reikninginn hvað varðar framvindu ensku úrvalsdeildarinnar, og ljóst að hvorki Chelsea né Arsenal koma til með að geta spilað á næstunni. Enski boltinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Arteta með kórónuveiruna Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins. 12. mars 2020 21:24 Neyðarfundur hjá ensku úrvalsdeildinni á morgun Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun. 12. mars 2020 21:42 Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32 Annar leikmaður í ítölsku úrvalsdeildinni smitaður af kórónuveirunni Fyrrverandi framherji Southampton hefur greinst með kórónuveiruna. 12. mars 2020 14:31 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Callum Hudson-Odoi, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið greindur með kórónuveiruna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram þeir meðlimir Chelsea-liðsins sem hafa verið í samskiptum við leikmanninn séu nú í sóttkví. Það á við um allan eikmannahóp liðsins, þjálfara og einhverja úr hópi annarra starfsmanna félagsins. Gert er ráð fyrir að þau sem ekki hafa verið í nánum samskiptum við Hudson-Odoi muni snúa aftur til vinnu hjá félaginu fljótlega. Nú hefur húsi karlaliðs Chelsea á æfingasvæði félagsins verið lokað tímabundið vegna smitsins. „Callum sýndi einkenni svipuð þeim og koma fram við vægt kvef á mánudagsmorgun, og hefur ekki mætt á æfingasvæðið síðan þá, í öryggisskyni. Hann greindist með kórónuveiruna í kvöld og fer hann því nú í sóttkví,“ segir í tilkynningu frá Chelsea. Þar kemur einnig fram að þessum 19 ára kantmanni heilsist vel og að hann hlakki til að snúa aftur á æfingasvæðið um leið og auðið er. Í gærkvöldi var einnig greint frá því að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hefði greinst með veiruna, og að stór hluti leikmanna- og starfsmannahópa Arsenal væri í sóttkví. Það liggur því fyrir að kórónuveiran er farin að setja verulegt strik í reikninginn hvað varðar framvindu ensku úrvalsdeildarinnar, og ljóst að hvorki Chelsea né Arsenal koma til með að geta spilað á næstunni.
Enski boltinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Arteta með kórónuveiruna Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins. 12. mars 2020 21:24 Neyðarfundur hjá ensku úrvalsdeildinni á morgun Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun. 12. mars 2020 21:42 Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32 Annar leikmaður í ítölsku úrvalsdeildinni smitaður af kórónuveirunni Fyrrverandi framherji Southampton hefur greinst með kórónuveiruna. 12. mars 2020 14:31 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Arteta með kórónuveiruna Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins. 12. mars 2020 21:24
Neyðarfundur hjá ensku úrvalsdeildinni á morgun Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun. 12. mars 2020 21:42
Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32
Annar leikmaður í ítölsku úrvalsdeildinni smitaður af kórónuveirunni Fyrrverandi framherji Southampton hefur greinst með kórónuveiruna. 12. mars 2020 14:31