Erlent

Frakkar banna fjöldasamkomur

Sylvía Hall skrifar
Olivier Véran heilbrigðisráðherra Frakklands.
Olivier Véran heilbrigðisráðherra Frakklands. Vísir/Getty

Frönsk stjórnvöld hafa bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. Þetta tilkynnti Olivier Véran heilbrigðisráðherra landsins í dag. Stjórnvöld höfðu áður bannað samkomur þar sem fimm þúsund eða fleiri komu saman innandyra.  

Tilkynningin kom eftir neyðarfund stjórnvalda í dag. Véran sagði viðvörunarstig landsins enn vera á öðru stigi, það er að ríkisstjórnin einblínir á það að vernda borgarana á meðan brugðist er við með viðeigandi aðgerðum. Fjöldi smita í Frakklandi er nú 1.126 og hafa nítján látist.

Bannið tekur líkt og áður sagði til samkoma þar sem yfir þúsund manns koma saman. Þó verða undanþágur veittar fyrir viðburði sem teljast mikilvægir þjóðlífinu, til að mynda mótmæli, og munu stjórnvöld gefa út lista yfir undanþágurnar.


Tengdar fréttir

Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi

Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn.

Loka Louvre-safninu vegna ótta við kórónuveirusmit

Einu þekktasta og fjölsóttasta listasafni heims, Louvresafninu í París, var í dag lokað eftir að ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun um að banna fjöldasamkomur innandyra af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara

Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×