Erlent

Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi

Andri Eysteinsson skrifar
Fundur ríkisstjórnarinnar um kórónuveiruna.
Fundur ríkisstjórnarinnar um kórónuveiruna. AP/Claude Coutausse

Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn.

 Um 100 manns hafa greinst með kórónuveiruna í Frakklandi, 86 liggja á spítala, tveir eru látnir og 12 hafa jafnað sig af veikindunum samkvæmt upplýsingum sem yfirmaður frönsku heilbrigðisþjónustunnar, Jerome Salomon, veitti AP í gær.

Franska ríkisstjórnin, með Macron forseta, fremstan í flokki fundaði í gær og ákvað að banna innandyra samkomur fólks þar sem yfir 5000 manns eru.  Áhrifa bannsins gætir strax en verslunarsýningu í Cannes sem átti að fara fram í mars hefur verið frestað og sömu sögu er að segja um hátíðahöld í Annecy sem og marga aðra viðburði í París og víðar í landinu.

Þá hafa yfirvöld í Frakklandi mælt með því að fólk takist hvorki í hendur né kyssi hvort annað á kinnar þegar það heilsast á götum úti.


Tengdar fréttir

Réttur ferða­langa vegna kórónu­veirunnar ó­líkur eftir að­stæðum

Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð.

Kórónu­veiran komin til Dan­merkur

Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×