Erlent

Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. EPA/GEORGIOS KEFALAS

Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi.

Á sérstökum blaðamannafundi í Þórshöfn var greint frá því að Þórshafnarbúi hafi haft samband við heilbrigðisyfirvöld eftir að hafa fengið upplýsingar um að einstaklingar sem hann hafi fundað með í París í síðasta mánuði hafi greinst með veiruna.

Var tekið sýni úr manninum í gær sem reyndist jákvætt. Í frétt Dagur.fo segir að maðurinn sé nú í heimasóttkví ásamt fjölskyldu hans.

Í frétt Kringvarpsins segir að hann hafi komið til Færeyja þann 24. febrúar og nú er verið að kanna stöðu þeirra sem maðurinn kann að hafa komist í tæri við á þeim tíma sem leið frá því að hann kom heim og þangað til smitið var staðfest.

Um 90 þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunni frá því að hann kom upp fyrir áramót, þar af 16 á Íslandi.


Tengdar fréttir

Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni

Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð.

Starfs­maður Land­spítalans með kórónu­veiruna

Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×