Allir farþegar þyrlunnar létust af völdum höggáverka Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 10:39 Kobe Bryant og dóttir hans Gianna létust í slysinu. Vísir/Getty Farþegarnir níu sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í janúar síðastliðnum létust af völdum höggáverka þegar þyrlan skall í fjallshlíð. Á meðal þeirra sem létust voru feðginin Kobe Bryant og 13 ára dóttir hans Gianna. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu sem gerð var opinber á föstudag. Þar kemur jafnframt fram að þyrluflugmaðurinn hafi verið allsgáður þegar hann flaug með farþegana, sem voru allir á leið á körfuboltamót í Mamba-körfuboltaakademíunni í Thousand Oaks þar sem Gianna spilaði. Í skýrslunni segir að það sé nánast öruggt að farþegarnir hafi látist samstundist. Höggið hafi verið svo mikið að það sé nær útilokað að einhver hafi lifað af eftir að þyrlan skall í hlíðinni. Vannessa Bryant, ekkja Bryant, höfðaði mál og fór fram á skaðabætur vegna dauða Kobe og dóttur þeirra. Lögmenn hennar lögðu fram kæru í febrúar gegn fyrirtækinu sem gerði út þyrluna á þeim grundvelli að Ara Zobayan, flugmaður þyrlunnar sem dó einnig, hafi sýnt mikið skeytingarleysi í starfi sínu. Aðstæður hefðu verið slæmar, mikil þoka yfir Los Angeles og því skyggni verulega slæmt. Þokan var svo slæm þennan dag að þyrlur lögreglu Los Angeles voru kyrrsettar en Zobayan bað um og fékk undanþágu til að fljúga af stað með farþega sína. Í kærunni segir að þyrlunni hafi verið flogið á tæplega 300 kílómetra hraða. Zobayan var reynslumikill flugmaður og hafði oft flogið með Bryant og fjölskyldu hans. Vegna þess hraða sem þyrlan var á var höggið svo mikið að brak þyrlunnar dreifðist yfir svæði á stærð við fótboltavöll í fjallshlíðinni. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00 Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30 Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Farþegarnir níu sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í janúar síðastliðnum létust af völdum höggáverka þegar þyrlan skall í fjallshlíð. Á meðal þeirra sem létust voru feðginin Kobe Bryant og 13 ára dóttir hans Gianna. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu sem gerð var opinber á föstudag. Þar kemur jafnframt fram að þyrluflugmaðurinn hafi verið allsgáður þegar hann flaug með farþegana, sem voru allir á leið á körfuboltamót í Mamba-körfuboltaakademíunni í Thousand Oaks þar sem Gianna spilaði. Í skýrslunni segir að það sé nánast öruggt að farþegarnir hafi látist samstundist. Höggið hafi verið svo mikið að það sé nær útilokað að einhver hafi lifað af eftir að þyrlan skall í hlíðinni. Vannessa Bryant, ekkja Bryant, höfðaði mál og fór fram á skaðabætur vegna dauða Kobe og dóttur þeirra. Lögmenn hennar lögðu fram kæru í febrúar gegn fyrirtækinu sem gerði út þyrluna á þeim grundvelli að Ara Zobayan, flugmaður þyrlunnar sem dó einnig, hafi sýnt mikið skeytingarleysi í starfi sínu. Aðstæður hefðu verið slæmar, mikil þoka yfir Los Angeles og því skyggni verulega slæmt. Þokan var svo slæm þennan dag að þyrlur lögreglu Los Angeles voru kyrrsettar en Zobayan bað um og fékk undanþágu til að fljúga af stað með farþega sína. Í kærunni segir að þyrlunni hafi verið flogið á tæplega 300 kílómetra hraða. Zobayan var reynslumikill flugmaður og hafði oft flogið með Bryant og fjölskyldu hans. Vegna þess hraða sem þyrlan var á var höggið svo mikið að brak þyrlunnar dreifðist yfir svæði á stærð við fótboltavöll í fjallshlíðinni.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00 Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30 Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00
Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30
Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00