Körfubolti

Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant og fjölskylda hans þegar Los Angeles Lakers hengdi tvær treyjur hans upp í rjáfur á Staples Center. Þarna eru Kobe og Vanessa ekki búin að eignast yngstu dótturina.
Kobe Bryant og fjölskylda hans þegar Los Angeles Lakers hengdi tvær treyjur hans upp í rjáfur á Staples Center. Þarna eru Kobe og Vanessa ekki búin að eignast yngstu dótturina. Getty/Allen Berezovsky

Vanessa Bryant hélt í gær upp á sinn fyrsta afmælisdag síðan að hún missti eiginmann sinn Kobe Bryant og þrettán ára dóttur sína Giönnu í þyrluslysi þar sem sjö áðrir fórust.

Aðeins fjórum dögum fyrr hefði Gianna heitin átt að halda upp á fjórtán ára afmælið sitt.

Missirinn var mikill fyrir Vanessu Bryant sem hefur átt samúð alls heimsins enda var Kobe Bryant sannkölluð súperstjarna út um allan heim. Fáir íþróttamenn hafa öðlast sömu heimsfrægð og vinsældir og einmitt Kobe. Það að hann skildi deyja í blóma lífsins var eitt en hvað þá að þrettán dóttir hennar myndi líka láta lífið í sama slysi.

Vanessa Bryant hefur áður talað um hversu rómantískur Kobe var og gott dæmi um það var bréfið sem hann hafði látið búa til áður en hann fór í þessa örlagaríku þyrluflugferð.

Kobe Bryant hafði skilið eftir bréf fyrir eiginkonu sína sem hún fann á dögunum. Hún sagði síðan frá þessu á Instagram síðu sinni.

„Í gærdag þá fann ég bréf sem var merkt: Til einu sönnu ástar lífs míns. Frá þínum Papa,“ skrifaði Vanessa Bryant á Instagram.

„Ég beið með að opna bréfið þar til á afmælisdaginn minn. Það gaf mér ástæðu til að hlakka til dagsins í dag,“ skrifaði Vanessa

„Kaldhæðni örlaganna við þetta bréf var að Kobe lét teikna mynd af mér á forsíðuna þar sem engill er að halda mér uppi. Sakna einu sönnu ást lífs míns og litlu yndislegu Mamacitu minnar sem var í nautsmerkinu eins og ég,“ skrifaði Vanessa en hún sýndi þó ekki teikninguna sem hún vísaði í.

„Þakklát fyrir að fá að vakna með þremur elskulegum dætrum mínum í dag. Vildi óska þess að við værum öll saman,“ skrifaði Vanessa að lokum.

Það má sjá færslu Vanessu Bryant hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.