Íslenski boltinn

Laun leikmanna ÍA lækkuð um helming án samráðs við þá

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
ÍA endaði í 10. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðasta tímabili.
ÍA endaði í 10. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðasta tímabili. vísir/bára

Leikmenn karlaliðs ÍA í fótbolta fengu aðeins helming launa sinna greidd um síðustu mánaðarmót. Launaskerðingar verða einnig umtalsverðar næstu tvo mánuði.

Samkvæmt heimildum Vísis var ákvörðunin um launalækkun tekin án samráðs við leikmenn liðsins.

Það hvernig að launalækkununum var staðið mæltist misvel fyrir hjá leikmannahópi ÍA að því er heimildir Vísis herma.

Ákvörðunin hafi verið einhliða og leikmenn ekki hafðir með í ráðum. Þeir séu þó meðvitaðir um að þeir þurfi að hlaupa undir bagga eins og aðrir vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á fjárhag íþróttaliða.

Á þessum tíma mun ÍA nýta sér úrræði ríkisvaldsins um minnkað starfshlutfall eins og fram kom í yfirlýsingu frá Geir Þorsteinssyni, nýjum framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA, í síðustu viku.

Samkvæmt heimildum Vísis verður staðan hjá ÍA varðandi launamál tekin þegar skipulagðar æfingar hjá liðinu hefjast á ný.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×