Akranes

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
KR sækir ÍA heim á Elkem-völlinn á Akranesi í 15. umferð Bestu deildar karla annað kvöld. Heimferð Vesturbæinga af Skaganum lengist um 45 mínútur eða svo, þar sem Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna framkvæmda.

Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot
Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands.

Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025
Veðrið lék heldur betur við gesti bæjarhátíðarinnar Írskir dagar sem fór fram á Akranesi um helgina. Bylgjulestin lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og bauð upp á fjölbreytta dagskrá á laugardag.

Bíll í ljósum logum á Skaganum
Bíll stóð í ljósum logum fyrir utan blokk við Holtsflöt á Akranesi um sexleytið í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en bíllinn er ónýtur.

Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“
Steinar Orri Fjeldsted, einn meðlima rappsveitarinnar Quarashi, segir ekkert annað hafa komið til greina en að sveitin sameinaðist eftir áratugarhlé þegar boð barst frá Lopapeysunni á Akranesi. Allir meðlimir sveitarinnar eiga þangað rætur að rekja og lofar hann miklu stuði í kvöld.

Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land
Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga.

Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi
Næsti viðkomustaður Bylgjulestarinnar er Akranes en fjölskylduhátíðin Írskir dagar fer þar fram dagana 3.-6. júlí. Það má því búast við miklu fjöri alla helgina en Bylgjulestin verður í beinni á laugardaginn milli kl. 12 og 16.

Magnús Þór lést við strandveiðar
Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði.

Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann
Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson hafa fest kaup á einbýlishúsi á Akranesi. Um er að ræða 150 fermetra einbýlishús á einni hæð með bílskúr, staðsett innst í rólegri botnlangagötu. Ásett verð eignarinnar var 89,5 milljónir króna.

Sjáðu allan þáttinn um Norðurálsmótið
Gleðin var við völd á Norðurálsmótinu á Akranesi, þar sem strákar og stelpur í 7. og 8. flokki skemmtu sér í fótbolta. Andri Már Eggertsson var á svæðinu og ræddi við krakkana í nýjasta þætti Sumarmótanna sem nú má sjá á Vísi.

Hvalfjarðargöng eru lokuð
Hvalfjarðargöngin voru tímabundið lokuð á meðan verið er að fjarlægja bíl.

Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu
Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Terra hafa hafið formlegt samstarf um markvissari úrgangsflokkun á íþróttaviðburðum. Byrjað verður á Norðurálsmótinu sem fer fram á Akranesi í vikunni og um helgina.

Quarashi aftur á svið
Íslenska hljómsveitin Quarashi stígur á svið á tónlistarhátíðinni Lopapeysan sem fer fram fyrstu helgina í júlí á Akranesi. Sveitin starfaði í átta ár og lagði upp laupana árið 2004.

Sigrún Ósk ráðin upplýsingafulltrúi Akraneskaupstaðar
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona hefur verið ráðin í starf upplýsingafulltrúa Akraneskaupstaðar.

Ungmenni réðust á varnarlaust fórnarlamb í skógræktinni á Akranesi
Tveir ungir menn hafa verið sakfelldir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem beindist að einum manni við skógræktina við Klapparholt á Akranesi.

Margra kílómetra bílaröð eftir árekstur á Vesturlandsvegi
Árekstur varð á Vesturlandsvegi á fjórða tímanum í dag. Umferð um veginn í báðar áttir var lokað um tíma en opnað hefur verið fyrir umferð í suðurátt. Bílaröðin teygir sig marga kílómetra í suður. Enginn er alvarlega slasaður.

Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum
Hjónin, Eva Laufey Kjaran, dagskrárgerðarkona og markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups, og Haraldur Haraldsson deildarstjóri Icelandair Cargo, hafa sett fallegt einbýlishús við Reynigrund á Akranesi á sölu. Ásett verð er 119 milljónir.

Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi
Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum.

Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk
Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir býr á Akranesi ásamt eiginmanni sínum Jóni Þór Haukssyni knattspyrnuþjálfara og sonum þeirra þremur.

„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“
Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni.

Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi
Áhafnir björgunarskipanna Bjargar á Rifi og Jóns Gunnlaugssonar voru kallaðar út klukkan 9:30 í morgun vegna fiskibáts sem misst hafði vélarafl suður af Snæfellsnesi, skammt vestur af Landbrotavík. Báturinn var dreginn til hafnar á Akranesi.

„Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“
Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag.

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018.

Mikið högg fyrir nærsamfélagið
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið.

Engar hvalveiðar Hvals í sumar
Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999.

Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga
Undirbúningur er hafinn að atkvæðagreiðslu á um vinnustöðvun félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness sem starfa í álveri Norðuráls á Grundartanga. Stéttarfélagið segist skynja lítinn samningsvilja af hálfu fyrirtækisins og því sé vinnustöðvun það eina í stöðunni.

Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa
Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur.

14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi
Það er líf og fjör á heimili á Akranesi alla daga því þar eru fjórtán hundar og þrír kettir. Höfðingi hópsins er tíkin Korka, sem er með níu hvolpa á spena. Sjálf á hún fjórar þeirra en hina fimm tók hún að sér frá annarri tík, sem var svo veik að hún gat ekki hugsað um hvolpana sína.

Útskrifaður af gjörgæslu
Starfsmaður verktakafyrirtækisins Hagtaks sem hafnaði í Akraneshöfn þegar alda hrifsaði bíl í höfnina hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Forstjóri fyrirtækisins segir vonir standa til að hann nái sér að fullu en það komi í ljós á næstu vikum.