Líklega 1-4-4-1 á fyrstu helgi ensku úrvalsdeildarinnar í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 10:45 Marcus Rashford fagnar marki fyrir Manchester United á móti Tottenham Hotspur en þessi lið gætu mögulega mæst í fyrsta leiknum þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Getty/Chloe Knott Enska úrvalsdeildin vinnur markvisst að því að undirbúa endurkomu sína og nú hefur því verið lekið í ensku blöðin hvernig menn sjá fyrir sér skipulagningu leiktímanna nú þegar allir leikir verða að vera sýndir í sjónvarpi. Það verða engir áhorfendur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna baráttunnar við kórónuveiruna en stuðningsmenn eiga að geta séð sín lið spila í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt Daily Mail verður spilað frá föstudegi til mánudags um hverja helgi en rétthafar ensku úrvalsdeildarinnar hafa fengið skilaboð um að undirbúa endurkomu enska boltans annað hvort 12. eða 19. júní næstkomandi. Friday Night Football set to kick off TV bonanza on opening weekend of Premier League's return | @DominicKing_DM @MattHughesDM https://t.co/b08zoeHWNL— MailOnline Sport (@MailSport) May 14, 2020 Pepsi Max deild karla hefst þessa fyrri helgi og KSÍ myndi örugglega þiggja það að enska úrvalsdeildin stæli ekki af þeim þrumunni. Það á allt eftir að koma betur í ljós á fundi ensku úrvalsdeildarliðanna á mánudaginn kemur. Uppsetning fyrstu helgarinnar á að vera eftirtalinn samkvæmt fréttinni. Einn leikur fer fram á föstudeginum og svo fjórir leikir á mismundandi tíma á bæði laugardegi og sunnudegi. Síðasti leikur umferðarinnar fer svo fram á mánudagskvöldinu. Með þessari 1-4-4-1 uppsetningu væri möguleiki að horfa á alla tíu leikina þessa helgi. Á þessu sést að enska úrvalsdeildin mun fara svipaða leið og KSÍ hvað varðar það að skipta leikjunum niður á daga og láta með því engan leik fara fram á sama tíma. Það er líka almennt búist við því að föstudagsleikurinn verði stórleikur á milli Manchester United og Tottenham sem á að fara fram á heimavelli Tottenham. Sá leikur átti að fara fram sunnudaginn 15. mars en það var fyrsta helgin eftir að kórónuveiran stöðvaði leik í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Enska úrvalsdeildin vinnur markvisst að því að undirbúa endurkomu sína og nú hefur því verið lekið í ensku blöðin hvernig menn sjá fyrir sér skipulagningu leiktímanna nú þegar allir leikir verða að vera sýndir í sjónvarpi. Það verða engir áhorfendur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna baráttunnar við kórónuveiruna en stuðningsmenn eiga að geta séð sín lið spila í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt Daily Mail verður spilað frá föstudegi til mánudags um hverja helgi en rétthafar ensku úrvalsdeildarinnar hafa fengið skilaboð um að undirbúa endurkomu enska boltans annað hvort 12. eða 19. júní næstkomandi. Friday Night Football set to kick off TV bonanza on opening weekend of Premier League's return | @DominicKing_DM @MattHughesDM https://t.co/b08zoeHWNL— MailOnline Sport (@MailSport) May 14, 2020 Pepsi Max deild karla hefst þessa fyrri helgi og KSÍ myndi örugglega þiggja það að enska úrvalsdeildin stæli ekki af þeim þrumunni. Það á allt eftir að koma betur í ljós á fundi ensku úrvalsdeildarliðanna á mánudaginn kemur. Uppsetning fyrstu helgarinnar á að vera eftirtalinn samkvæmt fréttinni. Einn leikur fer fram á föstudeginum og svo fjórir leikir á mismundandi tíma á bæði laugardegi og sunnudegi. Síðasti leikur umferðarinnar fer svo fram á mánudagskvöldinu. Með þessari 1-4-4-1 uppsetningu væri möguleiki að horfa á alla tíu leikina þessa helgi. Á þessu sést að enska úrvalsdeildin mun fara svipaða leið og KSÍ hvað varðar það að skipta leikjunum niður á daga og láta með því engan leik fara fram á sama tíma. Það er líka almennt búist við því að föstudagsleikurinn verði stórleikur á milli Manchester United og Tottenham sem á að fara fram á heimavelli Tottenham. Sá leikur átti að fara fram sunnudaginn 15. mars en það var fyrsta helgin eftir að kórónuveiran stöðvaði leik í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira