Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 16:23 Ali Khamenei æðstiklerkur grætur yfir kistu Soleimani herforingja í Teheran í dag. AP/Íranska sjónvarpið Esmail Ghaani, nýr yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, hét því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum við útför Qasem Soleimani, forvera hans, sem Bandaríkjaher réði af dögum í síðustu viku að skipan Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hundruð þúsunda Írana fylgdu Soleimani til grafar í Teheran í dag. Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest hans á flugvelli í Bagdad á aðfararnótt föstudags. Líkkista hans og Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðra sveita sjíamúslima sem njóta stuðnings Írana og féll einnig í árásinni, voru bornar um götur Teheran í dag. Khamenei æðstiklerkur Írans sást fella tár yfir kistu Soleimani, að sögn AP-fréttastofunnar. „Guð almáttugur hefur lofað að hefna píslarvottsins Soleimani. Það verður sannarlega gripið til aðgerða,“ sagði Ghaani, sem tekur við stjórn Quds-sérsveitarinnar af Soleimani, við íranska ríkissjónvarpið. Fleiri íranskir leiðtogar hafa hótað hefndum án þess að skilgreina frekar í hverju þær gætu falist, að sögn Reuters. „Fjölskyldur bandarískra hermanna munu verja dögum sínum í að bíða dauða barnanna sinna,“ sagði Zeinab, dóttir Soleimani, við mannfjöldann í Teheran við fagnaðarlæti. Ghaani er sagður hafa verið undirmaður Soleimani til lengri tíma. Bandaríkjastjórn hefur beitt hann refsiaðgerðum vegna aðildar að aðgerðum í Írak, Líbanon og Jemen frá árinu 2012. Esmail Ghaani hefur verið næstráðandi Soleimani undanfarin ár. Hann tekur nú við Quds-sveitunum og heyrir beint undir æðstaklerkinn.AP/Mohammad Ali Marizad Ítrekar hótanir um að ráðast á menningarminjar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að ráðast á 52 skotmörk innan Írans, þar á meðal menningarminjar, svari írönsk stjórnvöld fyrir morðið á Soleimani. Forsetinn ítrekaði hótunina jafnvel eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafði reynt að bera hana til baka eftir að hún var fyrst sett fram í tísti í gær. Slíkar árásir gætu talist stríðsglæpur. Morðið á Soleimani hefur valdið mikilli spennu í Miðausturlöndum. Írakska þingið samþykkti tillögu um að erlendu herliði yrði vísað úr landi. Bandaríkjaher hefur fellt niður frekari aðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Írak vegna ástandsins og sendiráðslið hefur verið varað við aukinni hættu þrátt fyrir að Pompeo hafi um helgina haldið því fram að morðið á Soleimani hafi aukið öryggi Bandaríkjamanna. Þá tilkynntu stjórnvöld í Íran í gær að þau ætluðu að hætta að fara eftir kjarnorkusamningum sem þau gerðu við heimsveldin árið 2015. Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur aukist til muna eftir að Trump forseti dró Bandaríkin út úr samningum í maí árið 2018. Æðstiklerkurinn leiðir menn í bæn yfir kistum Soleimani og annarra sem féllu í drónaárás Bandaríkjahers í síðustu viku.AP/Skrifstofa æðstaklerks Írans Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6. janúar 2020 07:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Esmail Ghaani, nýr yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, hét því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum við útför Qasem Soleimani, forvera hans, sem Bandaríkjaher réði af dögum í síðustu viku að skipan Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hundruð þúsunda Írana fylgdu Soleimani til grafar í Teheran í dag. Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest hans á flugvelli í Bagdad á aðfararnótt föstudags. Líkkista hans og Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðra sveita sjíamúslima sem njóta stuðnings Írana og féll einnig í árásinni, voru bornar um götur Teheran í dag. Khamenei æðstiklerkur Írans sást fella tár yfir kistu Soleimani, að sögn AP-fréttastofunnar. „Guð almáttugur hefur lofað að hefna píslarvottsins Soleimani. Það verður sannarlega gripið til aðgerða,“ sagði Ghaani, sem tekur við stjórn Quds-sérsveitarinnar af Soleimani, við íranska ríkissjónvarpið. Fleiri íranskir leiðtogar hafa hótað hefndum án þess að skilgreina frekar í hverju þær gætu falist, að sögn Reuters. „Fjölskyldur bandarískra hermanna munu verja dögum sínum í að bíða dauða barnanna sinna,“ sagði Zeinab, dóttir Soleimani, við mannfjöldann í Teheran við fagnaðarlæti. Ghaani er sagður hafa verið undirmaður Soleimani til lengri tíma. Bandaríkjastjórn hefur beitt hann refsiaðgerðum vegna aðildar að aðgerðum í Írak, Líbanon og Jemen frá árinu 2012. Esmail Ghaani hefur verið næstráðandi Soleimani undanfarin ár. Hann tekur nú við Quds-sveitunum og heyrir beint undir æðstaklerkinn.AP/Mohammad Ali Marizad Ítrekar hótanir um að ráðast á menningarminjar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að ráðast á 52 skotmörk innan Írans, þar á meðal menningarminjar, svari írönsk stjórnvöld fyrir morðið á Soleimani. Forsetinn ítrekaði hótunina jafnvel eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafði reynt að bera hana til baka eftir að hún var fyrst sett fram í tísti í gær. Slíkar árásir gætu talist stríðsglæpur. Morðið á Soleimani hefur valdið mikilli spennu í Miðausturlöndum. Írakska þingið samþykkti tillögu um að erlendu herliði yrði vísað úr landi. Bandaríkjaher hefur fellt niður frekari aðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Írak vegna ástandsins og sendiráðslið hefur verið varað við aukinni hættu þrátt fyrir að Pompeo hafi um helgina haldið því fram að morðið á Soleimani hafi aukið öryggi Bandaríkjamanna. Þá tilkynntu stjórnvöld í Íran í gær að þau ætluðu að hætta að fara eftir kjarnorkusamningum sem þau gerðu við heimsveldin árið 2015. Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur aukist til muna eftir að Trump forseti dró Bandaríkin út úr samningum í maí árið 2018. Æðstiklerkurinn leiðir menn í bæn yfir kistum Soleimani og annarra sem féllu í drónaárás Bandaríkjahers í síðustu viku.AP/Skrifstofa æðstaklerks Írans
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6. janúar 2020 07:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02
Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20
Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04
Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6. janúar 2020 07:06