Minnst sex látist í Evrópu vegna Ciara Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 21:45 Bæjarstarfsmenn hreinsa upp tré sem féll á götum Brussel eftir storminn Ciara. Vísir/EPA Minnst sex hafa látist á meginlandi Evrópu vegna stormsins Ciara sem hefur nú færst frá Bretlandseyjum þar sem hann olli miklum usla. Stormurinn, sem færir sig austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda eru nú án rafmagns og víða eru dæmi um miklar samgöngutruflanir í fjölmörgum ríkjum álfunnar. Sjá einnig: Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Kona og fimmtán ára dóttir hennar létust í Póllandi á dögunum þegar þak skíðaleigu fauk af og lenti á hópi fólks. Þrír aðrir slösuðust í atvikinu sem átti sér stað á vetrardvalarstað nálægt landamærum Póllands og Slóvakíu. Í Svíþjóð drukknaði maður þegar seglbát hans hvolfdi á stöðuvatninu Fegen sunnarlega í Svíþjóð. Manninum skolaði á land stuttu áður en hann lést en ekkert hefur spurst til annarrar manneskju sem vitað er að var einnig um borð. Í Þýskalandi lést ökumaður flutningabíls þegar hann keyrði á flutningavagn sem verkafólk notaði til að safna saman óveðursrústum á hraðbraut í ríkinu Hesse. Þá lést ökumaður norðarlega í Slóveníu þegar tré féll á bifreið og annar í Tékklandi þegar tré lenti sömuleiðis á bifreið hans á ferð með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi. Bretland Pólland Slóvenía Svíþjóð Veður Þýskaland Tengdar fréttir Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30 Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57 Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Minnst sex hafa látist á meginlandi Evrópu vegna stormsins Ciara sem hefur nú færst frá Bretlandseyjum þar sem hann olli miklum usla. Stormurinn, sem færir sig austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda eru nú án rafmagns og víða eru dæmi um miklar samgöngutruflanir í fjölmörgum ríkjum álfunnar. Sjá einnig: Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Kona og fimmtán ára dóttir hennar létust í Póllandi á dögunum þegar þak skíðaleigu fauk af og lenti á hópi fólks. Þrír aðrir slösuðust í atvikinu sem átti sér stað á vetrardvalarstað nálægt landamærum Póllands og Slóvakíu. Í Svíþjóð drukknaði maður þegar seglbát hans hvolfdi á stöðuvatninu Fegen sunnarlega í Svíþjóð. Manninum skolaði á land stuttu áður en hann lést en ekkert hefur spurst til annarrar manneskju sem vitað er að var einnig um borð. Í Þýskalandi lést ökumaður flutningabíls þegar hann keyrði á flutningavagn sem verkafólk notaði til að safna saman óveðursrústum á hraðbraut í ríkinu Hesse. Þá lést ökumaður norðarlega í Slóveníu þegar tré féll á bifreið og annar í Tékklandi þegar tré lenti sömuleiðis á bifreið hans á ferð með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi.
Bretland Pólland Slóvenía Svíþjóð Veður Þýskaland Tengdar fréttir Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30 Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57 Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30
Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57
Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29