Viðskipti erlent

Hraða­met slegið í At­lants­hafs­flugi vegna ó­veðursins Ciara

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin var af gerðinni Boeing 747-436.
Vélin var af gerðinni Boeing 747-436. Getty

Nokkuð óvænt afleiðing óveðursins Ciara sem herjaði á norðurhluta Evrópu um helgina var að hraðamet var sett í flugferðum austur yfir Atlantshaf tóku skemmri tíma en áður hefur mælst.

Flightradar24 segir frá því að vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, hafi einungis verið fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. Var flogið í Boeing 747-436 vél.

Vanalega tekur flug á þessari leið milli sex og sjö klukkustundir. Er því um met í áætlunarflugi á flugleiðinni sé að ræða, ef litið er framhjá ferðum hinna hljóðfráu Concorde-þota sem flugu leiðina á um þremur á hálfum tíma á árunum 1976 og 2003.

Nokkrar tafir urðu á flugleiðinni, frá meginlandi Evrópu og til Bandaríkjanna um helgina vegna óveðursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.