Erlent

Veiran hafi aukið andúð á útlendingum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Antónío Guterres varar við aukinni útlendingaandúð meðfram faraldrinum.
Antónío Guterres varar við aukinni útlendingaandúð meðfram faraldrinum. Vísir/EPA

António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að alheimsfaraldur kórónuveirunnar hafi leitt af sér holskeflu haturs og ótta við útlendinga. Þá sé alið á ótta fólks og öðrum kennt um það sem aflaga hefur farið.

Guterres biðlar til þjóða heims að láta af allri hatursorðræðu á heimsvísu. Þá minntist Guterres sérstaklega á tíðari árásir á Múslima og sögur af meintu alheimssamsæri Gyðinga. 

Kínverjar gáfu það síðan út í morgun að þeir væru ávallt fúsir til samstarfs við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina til að rannsaka uppruna kórónuveirunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þær fullyrðingar að veiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. Sóttvarnalæknir Bandaríkjanna er á öðru máli, rétt eins og leyniþjónusta ríkisins og Vísindavefur Háskóla Íslands.

269 þúsund og fimmhundruð manns hafa nú látið lífið af völdum veirunnar á heimsvísu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að tæplega 200 þúsund manns gætu látið lífið í Afríku. Í Mexíkó létu 1982 lífið á síðasta sólarhring, sem er met þar í landi.


Tengdar fréttir

Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×