Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2020 06:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. Forsetinn sagði þetta á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann hélt áfram að gagnrýna Kínverja fyrir hlut þeirra í vandanum. Trump sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir heimsfaraldur hefðu menn brugðist við á réttan hátt þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Veiran fannst fyrst í kínversku borginni Wuhan eins og frægt er orðið. Aðspurður vildi Trump ekki taka undir að um stríðsyfirlýsingu af hálfu Kínverja væri að ræða, heldur sagði hann að Bandaríkin stæðu í stríði við sjúkdóminn, en ekki Kínverja sjálfa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, bætti um betur í gær og sagði Kínverja hafa reynt að þagga niður útbreiðsluna og þannig gert faraldurinn enn verri en ella. Hann endurtók fullyrðingar sínar um að veiran hafi að líkindum verið búin til á tilraunastofu, þó svo að sóttvarnalæknir Bandaríkjanna hafi ítrekað reynt að kveða þann orðróm niður. Veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum og á uppruna sinn að öllum líkindum í leðurblökum - eins og fræðast má um hér. Ríflega 1,2 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af veirunni en engin þjóð hefur orðið jafn illa úti í faraldrinum. Rúmlega 73 þúsund þeirra hafa látið lífið. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. Forsetinn sagði þetta á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann hélt áfram að gagnrýna Kínverja fyrir hlut þeirra í vandanum. Trump sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir heimsfaraldur hefðu menn brugðist við á réttan hátt þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Veiran fannst fyrst í kínversku borginni Wuhan eins og frægt er orðið. Aðspurður vildi Trump ekki taka undir að um stríðsyfirlýsingu af hálfu Kínverja væri að ræða, heldur sagði hann að Bandaríkin stæðu í stríði við sjúkdóminn, en ekki Kínverja sjálfa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, bætti um betur í gær og sagði Kínverja hafa reynt að þagga niður útbreiðsluna og þannig gert faraldurinn enn verri en ella. Hann endurtók fullyrðingar sínar um að veiran hafi að líkindum verið búin til á tilraunastofu, þó svo að sóttvarnalæknir Bandaríkjanna hafi ítrekað reynt að kveða þann orðróm niður. Veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum og á uppruna sinn að öllum líkindum í leðurblökum - eins og fræðast má um hér. Ríflega 1,2 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af veirunni en engin þjóð hefur orðið jafn illa úti í faraldrinum. Rúmlega 73 þúsund þeirra hafa látið lífið.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00