Erlent

Faraldur á íranska þinginu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá íranska þinginu.
Frá íranska þinginu. AP/Vahid Salemi

23 þingmenn í Íran hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn. Þetta sagði aðstoðarforseti þingsins í dag og tilkynntu yfirvöld landsins einnig að minnst 77 hafa dáið. Þá er búið að staðfesta að minnst 2.336 hafa smitast af nýju kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum.

Meðlimur í ráðgjafaráði æðstaklerks Íran, Ali Khamenei, hafi dáið vegna veirunnar. Fyrir utan landamæri Kína hafa flestir dáið í Íran.

Sjá einnig: Ráðgjafi æðstaklerks Íran látinn vegna Covid-19

Þá hefur smit greinst í Úkraínu í fyrsta sinn. Maðurinn sem ferðaðist nýverið til Ítalíu og hefur hann verið lagður inn á sjúkrahús í borginni Chernivtsi. Eiginkona hans fór sjálfviljug í einangrun á heimili sínu.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gærkvöldi að undanfarin sólarhring hafi um það bil níu sinnum fleiri tilfelli greinst utan landamæra Kína en innan þeirra. Á heimsvísu væri áframhaldandi útbreiðsla kórónuveirunnar mjög líkleg.

Sjá einnig: Kínverjar komnir í gegnum það versta

BBC ræddi við sérfræðing sem hvetur fólk til að hætta að takast í hendur. Í það minnsta í bili. Hún leggur til að kinka kolli eða slá olnbogum saman.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.