Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2020 07:53 Meghan og Elísabet drottning meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru á meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar í Sandringham á morgun til að ræða framtíðarhlutverk hjónanna. Fregnirnar koma í kjölfar þess að í vikunni tilkynntu Harry og Meghan óvænt um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Reiknað er með því að Markle, sem er nú stödd í Kandada, taki þátt í fundinum í gegnum síma. Sjá einnig: Drottningin leitar lausna á máli Harry og MeghanJonny Dymond, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að vonast sé til þess með fundinum verði tekið næsta skref í átt að því að skilgreina upp á nýtt samband hjónanna við konungsfjölskylduna. Fram hefur komið að drottningin vænti þess að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Fréttaritari BBC segir að erfiðar hindranir séu framundan í þeim viðræðum en að einna erfiðast verði fyrir þau að koma sér saman um fjárhagslega stöðu þeirra gagnvart fjölskyldunni. Í tilkynningu hjónanna á miðvikudag kom fram að þau myndu vinna að því að verða fjárhagslega sjálfstæð.Sjá einnig:Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“Slúðurblaðið The Sun kvaðst í vikunni hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, væri í miklu uppnámi vegna málsins og að faðir Harry, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, væru afar reiðir hjónunum. Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan Hertogahjónin sögðu sig frá embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar í gær. 9. janúar 2020 21:43 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru á meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar í Sandringham á morgun til að ræða framtíðarhlutverk hjónanna. Fregnirnar koma í kjölfar þess að í vikunni tilkynntu Harry og Meghan óvænt um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Reiknað er með því að Markle, sem er nú stödd í Kandada, taki þátt í fundinum í gegnum síma. Sjá einnig: Drottningin leitar lausna á máli Harry og MeghanJonny Dymond, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að vonast sé til þess með fundinum verði tekið næsta skref í átt að því að skilgreina upp á nýtt samband hjónanna við konungsfjölskylduna. Fram hefur komið að drottningin vænti þess að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Fréttaritari BBC segir að erfiðar hindranir séu framundan í þeim viðræðum en að einna erfiðast verði fyrir þau að koma sér saman um fjárhagslega stöðu þeirra gagnvart fjölskyldunni. Í tilkynningu hjónanna á miðvikudag kom fram að þau myndu vinna að því að verða fjárhagslega sjálfstæð.Sjá einnig:Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“Slúðurblaðið The Sun kvaðst í vikunni hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, væri í miklu uppnámi vegna málsins og að faðir Harry, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, væru afar reiðir hjónunum. Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan Hertogahjónin sögðu sig frá embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar í gær. 9. janúar 2020 21:43 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15
Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan Hertogahjónin sögðu sig frá embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar í gær. 9. janúar 2020 21:43
Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30