Lífið

Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London

Stefán Árni Pálsson skrifar
Enginn Harry og Meghan Markle á vaxmyndasafninu í London
Enginn Harry og Meghan Markle á vaxmyndasafninu í London Mynd/Madame Tussauds

Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. Er það gert eftir að hjónin tilkynntu á miðvikudagskvöld að þau hyggist draga sig í hlé, hætta að sinna embættisskyldum með sama hætti og þau hafa gert og verða fjárhagslega sjálfstæð.

„Eins og aðrir erum við að bregðast við þeim óvæntu tíðindum að hertoginn og hertogaynjan af Sussex eru að draga sig í hlé,“ segir Steve Davies, rekstrarstjóri hjá Madame Tussauds í London.

Vaxmyndunum verði fundinn annar staður á safninu.

Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, greindu frá því á Instagram á miðvikudag að þau hafa ákveðið að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð.

Þau segjast taka ákvörðunin að vel ígrunduðu máli. Þá ætla hjónin að verja tíma sínum jafnt í Bretlandi sem og Norður-Ameríku, en Meghan er fædd og uppalin í Bandaríkjunum.

Fjölskyldan var hins vegar í Kanada í jólafríinu og ætla sér að búa þar í framtíðinni. Breskir miðlar greina frá því að Meghan Markle sé nú þegar farin til Kanada.

Svo virðist sem Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. Konungsfjölskyldan mun vera ósátt við ákvörðun hjónanna

Í fyrri útgáfu kom fram að konungsfjölskyldan hefði gert kröfu um að fjarlægja vaxmyndirnar.


Tengdar fréttir

Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“

Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag.

Meghan farin aftur til Kanada

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.