Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2020 10:45 Drottningin er sögð í miklu uppnámi vegna ákvörðunar hjónanna og faðir og bróðir Harry eru sagðir vera þeim afar reiðir vegna málsins. vísir/epa Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. Slúðurblaðið The Sun býr til nokkurs konar nýyrði úr málinu með vísan til Brexit á forsíðu sinni í dag og kallar málið „Megxit.“ Blaðið kveðst hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, amma Harry, sé í miklu uppnámi vegna málsins og þá séu faðir hans, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, afar reiðir hjónunum. Á forsíðu slúðurblaðsins Daily Mail er síðan sagt frá því að drottningin sé þeim bálreið. Tomorrow's front page: Queen ‘deeply upset’ at Harry and Meghan’s Royal exit sparking ‘civil war’ – with Charles and Wills ‘incadescent with rage’ https://t.co/xo6t5qdpsOpic.twitter.com/ZYEfjlEmwN— The Sun (@TheSun) January 8, 2020 Ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar að gera hlutina eftir sínu höfði Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við neinn né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni í gær. Sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, ævisagnaritarar og blaðamenn hafa undanfarinn hálfan sólarhring greint stöðuna í breskum fjölmiðlum. Engum blöðum er um það fletta að þeir telja ákvörðun hjónanna stórmál auk þess sem það þykir afar undarlegt að þau hafi ekki leitað ráða hjá neinum eða upplýst neinn um hana. Er konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin með hjónin. Dickie Arbiter, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Buckingham-hallar, segir að svo virðist sem Harry og Meghan hafi þann háttinn á að gera hlutina eftir sínu höfði. Það sé ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar. Þá gagnrýnir hann þau fyrir þau áform að ætla að verja tíma sínum jafnt í Bretlandi og Norður-Ameríku. „Þau ætla að hafa annan fótinn í Kanada og hinn fótinn í Bretlandi. Hvernig á það að ganga upp? Þau tala um loftslagsbreytingar en ætla samt sem áður að vera að fljúga þvert yfir Atlantshafið á þotum,“ segir Arbiter. Hann segir að Harry hafi alist upp í fjölmiðlum og viti betur en nokkur annar hvernig eigi að höndla þá, en hjónin hafi átt í afar stormasömum samskiptum við gulu pressunni á Bretlandi og meðal annars höfðað mál gegn Mail on Sunday. „Meghan var leikkona. Leikarar og fólk sem starfar í leikhúsheiminum þrífst á athyglinni. Ég held að málið sé að Meghan fær það sem hún vill. Ég held að margir muni horfa á það sem hefur gerst og kenna henni um það hvernig hefur farið,“ segir Arbiter. „Algjörlega fáránlegt“ að ráðfæra sig ekki við neinn Sagnfræðiprófessorinn Kate Williams, sem hefur sérhæft sig í sögu bresku konungsfjölskyldunnar, segir að það verði erfitt fyrir Harry og Meghan að eiga eðlilegt líf þar sem fjölmiðlaathyglin muni aðeins aukast við þessa fordæmalausu ákvörðun þeirra. Hún segir Meghan og Harry alþjóðlegar stjörnur og bæði hafi þau verið fræg áður en þau gengu í hjónaband. Harry muni síðan koma til með að „skipta meira máli“ þegar fyrst faðir hans og síðan bróðir taka við embætti Bretakonungs. „Hann verður alltaf náinn konungsfjölskyldunni. Það verður erfitt fyrir þau að búa í Kanada í ákveðinn tíma og reyna að halda áfram sem venjulegir stjórnendur í góðgerðarsamtökum. Þau munu þurfa öryggisgæslu því ég sé ekki að fjölmiðlaathyglin muni dvína heldur aukast ef eitthvað er vegna þessarar fordæmalausu ákvörðunar,“ segir Williams. Penny Junor, sem ritað hefur ævisögur um meðlimi konungsfjölskyldunnar, segir málið minna á það þegar Díana prinsessa, mamma Harry, ákvað að hætta afskiptum af 50 góðgerðarsamtökum án þess að ráðfæra sig við neinn eftir að hún og Karl skildu. Þá segir Junor það „algjörlega fáránlegt“ ef Harry og Meghan hafi ekki ráðfært sig við neinn innan konungsfjölskyldunnar vegna ákvörðunarinnar. Ævisagnahöfundurinn Angela Levin segist telja að Englandsdrottning sé miður sín vegna málsins. „Drottningin mun vera í miklu uppnámi og ég held raunar að hún hafi hvorki hugrekki né viljann til þess að takast á við svona mál vegna hás aldurs. En Harry er einstaklingur sem getur tekið sínar eigin ákvarðanir. Sú staðreynd að hann er sá sjötti í röðinni til að erfa krúnuna þýðir að hann þarf ekki að mæta á jafnmarga opinbera viðburði og að hann þyrfti að gera ef hann væri framar í röðinni,“ segir hún.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Harry og Meghan fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, hafa ákveðið að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð. 8. janúar 2020 19:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. Slúðurblaðið The Sun býr til nokkurs konar nýyrði úr málinu með vísan til Brexit á forsíðu sinni í dag og kallar málið „Megxit.“ Blaðið kveðst hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, amma Harry, sé í miklu uppnámi vegna málsins og þá séu faðir hans, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, afar reiðir hjónunum. Á forsíðu slúðurblaðsins Daily Mail er síðan sagt frá því að drottningin sé þeim bálreið. Tomorrow's front page: Queen ‘deeply upset’ at Harry and Meghan’s Royal exit sparking ‘civil war’ – with Charles and Wills ‘incadescent with rage’ https://t.co/xo6t5qdpsOpic.twitter.com/ZYEfjlEmwN— The Sun (@TheSun) January 8, 2020 Ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar að gera hlutina eftir sínu höfði Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við neinn né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni í gær. Sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, ævisagnaritarar og blaðamenn hafa undanfarinn hálfan sólarhring greint stöðuna í breskum fjölmiðlum. Engum blöðum er um það fletta að þeir telja ákvörðun hjónanna stórmál auk þess sem það þykir afar undarlegt að þau hafi ekki leitað ráða hjá neinum eða upplýst neinn um hana. Er konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin með hjónin. Dickie Arbiter, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Buckingham-hallar, segir að svo virðist sem Harry og Meghan hafi þann háttinn á að gera hlutina eftir sínu höfði. Það sé ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar. Þá gagnrýnir hann þau fyrir þau áform að ætla að verja tíma sínum jafnt í Bretlandi og Norður-Ameríku. „Þau ætla að hafa annan fótinn í Kanada og hinn fótinn í Bretlandi. Hvernig á það að ganga upp? Þau tala um loftslagsbreytingar en ætla samt sem áður að vera að fljúga þvert yfir Atlantshafið á þotum,“ segir Arbiter. Hann segir að Harry hafi alist upp í fjölmiðlum og viti betur en nokkur annar hvernig eigi að höndla þá, en hjónin hafi átt í afar stormasömum samskiptum við gulu pressunni á Bretlandi og meðal annars höfðað mál gegn Mail on Sunday. „Meghan var leikkona. Leikarar og fólk sem starfar í leikhúsheiminum þrífst á athyglinni. Ég held að málið sé að Meghan fær það sem hún vill. Ég held að margir muni horfa á það sem hefur gerst og kenna henni um það hvernig hefur farið,“ segir Arbiter. „Algjörlega fáránlegt“ að ráðfæra sig ekki við neinn Sagnfræðiprófessorinn Kate Williams, sem hefur sérhæft sig í sögu bresku konungsfjölskyldunnar, segir að það verði erfitt fyrir Harry og Meghan að eiga eðlilegt líf þar sem fjölmiðlaathyglin muni aðeins aukast við þessa fordæmalausu ákvörðun þeirra. Hún segir Meghan og Harry alþjóðlegar stjörnur og bæði hafi þau verið fræg áður en þau gengu í hjónaband. Harry muni síðan koma til með að „skipta meira máli“ þegar fyrst faðir hans og síðan bróðir taka við embætti Bretakonungs. „Hann verður alltaf náinn konungsfjölskyldunni. Það verður erfitt fyrir þau að búa í Kanada í ákveðinn tíma og reyna að halda áfram sem venjulegir stjórnendur í góðgerðarsamtökum. Þau munu þurfa öryggisgæslu því ég sé ekki að fjölmiðlaathyglin muni dvína heldur aukast ef eitthvað er vegna þessarar fordæmalausu ákvörðunar,“ segir Williams. Penny Junor, sem ritað hefur ævisögur um meðlimi konungsfjölskyldunnar, segir málið minna á það þegar Díana prinsessa, mamma Harry, ákvað að hætta afskiptum af 50 góðgerðarsamtökum án þess að ráðfæra sig við neinn eftir að hún og Karl skildu. Þá segir Junor það „algjörlega fáránlegt“ ef Harry og Meghan hafi ekki ráðfært sig við neinn innan konungsfjölskyldunnar vegna ákvörðunarinnar. Ævisagnahöfundurinn Angela Levin segist telja að Englandsdrottning sé miður sín vegna málsins. „Drottningin mun vera í miklu uppnámi og ég held raunar að hún hafi hvorki hugrekki né viljann til þess að takast á við svona mál vegna hás aldurs. En Harry er einstaklingur sem getur tekið sínar eigin ákvarðanir. Sú staðreynd að hann er sá sjötti í röðinni til að erfa krúnuna þýðir að hann þarf ekki að mæta á jafnmarga opinbera viðburði og að hann þyrfti að gera ef hann væri framar í röðinni,“ segir hún.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Harry og Meghan fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, hafa ákveðið að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð. 8. janúar 2020 19:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15
Harry og Meghan fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, hafa ákveðið að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð. 8. janúar 2020 19:15
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent